Noregur
EFLA AS, Noregur, Osló, dótturfélag
Ragnar Jónsson Framkvæmdastjóri Telefon: +47 9191 1234 E-post: ragnar.jonsson@efla.no
EFLA AS hefur einkum veitt sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að dreifingu raforku en hefur um leið þróað þjónustu við aðrar greinar verkfræði í Noregi. Þannig hefur EFLA komið að fjölmörgum samgöngutengdum verkefnum eins og hönnun og viðgerðum brúarmannvirkja, vegahönnun, jarðgöngum, jarðtækni, vatns- og fráveitumálum.
EFLA á sér langa sögu við verkfræðiráðgjöf á norska orkumarkaðinum og í iðnaði þar sem fyrirtækið hefur unnið við gerð ýmiss konar stjórnkerfa.
Vefsíða EFLU AS er www.efla.no
Fréttir
Hönnun á vegköflum í Noregi
Hönnun á þremur vegköflum á vegi Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn norðan Þrándheims. Verkið fólst í hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg meðfram núverandi vegi ásamt breytingum á núverandi vegi, ofanvatnskerfum, veglýsingu, skiltum og merkingum og gerð útboðsgagna.