Skotland
KSLD
Kevan Shaw Hönnunarstjóri | Lýsingarhönnuður Netfang: kevan@kevan-shaw.com Skotland
KSLD er lýsingarhönnunarstofa sem var
stofnuð í Edinborg, Skotlandi árið 1989 af Kevan Shaw
lýsingarhönnuði. Stofan hefur byggt upp gott orðspor fyrir framúrskarandi
lýsingarhönnun í næstum þrjá áratugi. Meðal verkefna stofunnar er
lýsingarhönnun í söfnum, galleríum, hótelum, veitingastöðum, verslunum og
sögulegum byggingum.
EFLA og KSLD hafa átt samstarf um langt skeið og í nóvember 2018 varð KSLD
dótturfyrirtæki EFLU og verður hluti af lýsingarsviði EFLU. Með sameiningunni
styrkist lýsingarhönnunarteymi EFLU enn frekar sem veitir fjölbreyttar lausnir
á alþjóðavettvangi. Lögð er áhersla á lýsingarhönnun sem dregur fram
formáherslur mannvirkja, gæðir þau lífi og bætir sjónræna upplifun
notenda.
Lýsingarsvið EFLU og KSLD verða með
starfsstöðvar í Reykjavík, Edinborg og í Osló.
Vefsíða
KSLD