Suðurland
  • EFLA Suðurland

Suðurland

Verkfræðistofa Suðurlands, Steinsholt, Hella, Selfoss, Granni

Tengiliðir

EFLA Suðurland | Selfoss
Austurvegi 1-5 | 800 Selfoss
EFLA Suðurland | Hella
Suðurlandsvegi 1 | 850 Hellu

EFLA Suðurland býður upp á alhliða verkfræðiráðgjöf. Starfsstöðvarnar eru á Selfossi og Hellu og meðal verkefna á svæðinu eru framkvæmdir tengdar byggingum, mannvirkjum, lagnahönnun og framkvæmdastjórnun. Ennfremur sinnir stofan öllum störfum á sviði skipulagsmála, einkum aðal- og deiliskipulag, landskipti, og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU). 

Landmælingar, kortagerð og útsetning á landi hefur verið eitt af sérsviðum EFLU Suðurlands frá upphafi og býr stofan yfir fullkomnasta tækjabúnaði í mælingum. 

EFLA Suðurland hét áður Verkfræðistofa Suðurlands en eftir náið samstarf um langt skeið og sameiningu fyrirtækjanna, árið 2008, rann Verkfræðistofa Suðurlands undir hatt EFLU um áramótin 2014. 

Það var síðan í lok árs 2016 sem teiknistofan Steinsholt á Hellu sameinaðist EFLU og úr varð enn öflugri verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki á Suðurlandi sem veitir heildstæða þjónustu á svæðinu. 

EFLA_Sudurland_HellaEFLA Suðurland er einnig til húsa að Suðurlandsvegi 1 á Hellu.Fréttir

Fastmerki í Rangárþingi

Undanfarið hafa starfsmenn EFLU á Suðurlandi unnið að uppsetningu nýrra fastmerkja á Hellu og Hvolsvelli í samstarfi við sveitarfélögin Rangárþing Eystra og Rangárþing Ytra. Fastmerki eru notuð sem viðmiðunarpunktar fyrir mælitæki við landmælingar. 

Lesa meira

Uppbygging ferðamannaaðstöðu við Raufarhólshelli

Mikil uppbygging er hafin við Raufarhólshelli og mun þar rísa þjónustuhús, göngustígar og göngupallar smíðaðir, bílastæðum fjölgað ásamt því að hellirinn verður lýstur upp að hluta. Raufarhólshellir er staðsettur í Þrengslunum rétt áður en farið er í áttina til Þorlákshafnar. Lesa meira

Fleiri fréttir