Tyrkland
  • EFLA Turkey

Tyrkland

Tengiliður


EFLA hefur sinnt verkfræðiráðgjöf í jarðhitaverkefnum í Tyrklandi síðan 2010 og tekið þátt í verkefnum með þarlendum þróunaraðilum. 

Jarðhitaverkefnin hafa meðal annars snúið að forathugun og gerð hugmyndalíkans fyrir jarðhitakerfi ásamt straumfræðilíkani fyrir mögulegri uppbyggingu á orkuveri. Einnig vinnur EFLA með fjárfestum sem óska eftir ráðgjöf og mati á jarðhitasvæði áður en endanleg ákvörðun er tekin um kaup og þróun á jarðhitasvæðum.

Þess má geta að á síðastliðnum 10 árum hafa Tyrkir aukið verulega nýtingu á jarðhita til raforku­framleiðslu og hafa náð fram úr Íslendingum í framleiðslugetu fyrir árið 2017, sem er komin yfir 1000MWe.

Öflugir samstarfsaðilar


EFLA er í samstarfi við RTE og Zorlu Enerji, sem hefur byggt upp yfir 200MWe í jarðhitavirkjunum, um þróun á jarðhitasvæði við fjallið Nemrut í austanverðu Tyrklandi.

Við mat á jarðhitasvæðum hefur EFLA verið í samstarfi m.a. við Isor, Geologica, Quantec og fleiri sérhæfð félög í jarðhita víða um heim auk þess að starfa með þekktum vísindamönnum á sviði jarðhita um ráðgjöf.