Vestfirðir
  • EFLA á Vestfjörðum

Vestfirðir

Tengiliður

EFLA Vestfirðir
Aðalstræti 26 | 400 Ísafjörður
Starfsstöð EFLU á Vestfjörðum er á Ísafirði. Hún byggir á sterkum grunni Tækniþjónustu Vestfjarða sem hefur starfað óslitið frá 1973. Fyrirtækin höfðu átt í góðu samstarfi um árabil en árið 2021 rann Tækniþjónustan undir hatt EFLU. 

EFLA leggur mikla áherslu á að veita alhliða þjónustu um allt land með því að halda úti öflugum starfsstöðvum í öllum landsfjórðungum. Á Vestfjörðum starfa fimm starfsmenn og vinna þeir í nánu samstarfi við fagteymi EFLU um allt land. Veitt er ráðgjöf á sviði verkfræði og tæknifræði á svæðinu, þ.m.t. ráðgjöf varðandi umhverfismál, skipulagsmál og orkumál. 

Sérstaða starfsstöðvarinnar á Vestfjörðum er verkfræðihönnun, gerð aðaluppdrátta vegna mannvirkjagerðar, kostnaðaráætlanir, ástandsskoðanir, GPS mælingar og útsetningar fyrir lóðir, vegi, hafnir og mannvirki ásamt gerð eignaskiptasamninga og útboðsgagna.Fréttir

EFLA kaupir Tækniþjónustu Vestfjarða

EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Sameiningin mun styrkja áherslu EFLU á nærþjónustu á landsbyggðinni. 

Lesa meira

Dýrafjarðargöng opnuð

Dýrafjarðargöng voru opnuð sunnudaginn 25. október með óvenjulegu sniði í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. EFLA í samstarfi við Geotek, sá um verkumsjón og eftirlit með framkvæmdinni, ásamt Tækniþjónustu Vestfjarða og Pólnum frá Ísafirði.

Lesa meira

Fleiri fréttir