Krefjandi verkefni eru okkar sérstaða

Framúrskarandi lausnir sem styrkja innviði, auka velsæld og sjálfbærni samfélaga.


Prosjekter

Efnahagsleg áhrif orkuskipta

Verkefnið fólst í að meta þau efnahagslegu áhrif sem orkuskipti munu hafa á íslenskt samfélag. Byggir vinna EFLU á fyrri greiningum sem unnar hafa verið um orkuþörf vegna orkuskipta.

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum

EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.

Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði

Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu.  EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.

Vök Baths | Náttúrulaugar

EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.


Fréttir

Nýtum allt til góðra verka

EFLA tekur þátt á fagsýningunni Verk og vit sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 18.-21. apríl. Þemað í kynningarbás EFLU á sýningunni er Nýtum allt til góðra verka og tengist það endurnýtingu byggingarefna í nýbyggingum og öðrum byggingarverkefnum.

Lesa meira

Kolefnisspor bygginga verður að kröfu á Íslandi

Vistferilsgreiningar (e. Life Cycle Assessment) og útreikningur á kolefnisspori fyrir byggingar verða skilyrði frá og með 1. september 2025. Þetta samþykkti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nýlega. 

Lesa meira

Fleiri fréttir


blog-forsíða

Umferðaröryggi skólabarna

Á Íslandi slasast árlega hundraðir einstaklinga í umferðarslysum og þar af eru einhverjir sem látast eða slasast alvarlega. Unnt er að sporna við umferðarslysum á ýmsa vegu en til að ná góðum árangri er mikilvægt að skilja vandamálin til að geta fyrirbyggt slysin. Við slíka vinnu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir slys og að milda afleiðingar þeirra. 

Lesa færslu

Sjá allar færslur


Þjónusta
Allt mögulegt

EFLA veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Víðtæk þekking gerir fyrirtækinu kleift að leysa jafnt sérhæfð verkefni og að veita heildarþjónustu með samræmdum lausnum í umfangsmiklum verkum.

Þjónusta EFLU

Verkefni

Verkefni EFLU teygja anga sína út um allan heim

Slagorð fyrirtækisins er „allt mögulegt“ sem bæði vísar til fjölbreytninnar í starfseminni og þess lausnamiðaða hugarfars sem við viljum viðhafa í nálgun okkar við viðskiptavini og viðfangsefni. 

Í sókn á erlenda markaði hefur EFLA einkum horft til verkefna á sviði orkuflutningsmannvirkja, jarðvarma, samgangna og sjálfvirkni í iðnaði.

Sjá verkefni
Vinnustaðurinn
Vertu memm!

Vinnustaðurinn EFLA

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínum sviðum.