Krefjandi verkefni eru okkar sérstaða
Framúrskarandi lausnir sem styrkja innviði, auka velsæld og sjálfbærni samfélaga.
Prosjekter
Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir nýtt veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.
Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Í árslok 2020 lauk tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. EFLA, ásamt undirráðgjöfum, sá um útboðshönnun og aðra ráðgjöf vegna framkvæmdarinnar, sem fólst í breikkun vegarins úr tveim í fjórar akreinar á 3,2 km kafla með tilheyrandi fráveitu- og lýsingarkerfum, göngustígum, umfangsmiklum hljóðvörnum, tveimur nýjum göngubrúm, breikkun vegbrúar og nýjum undirgöngum við Strandgötu, undirgöngum við Suðurholt og mislægum vegamótum við Krýsuvíkurveg.
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu. EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.
Vök Baths | Náttúrulaugar
EFLA sá um verkfræðihönnun og lýsingarhönnun á Vök Baths nýjum áningarstað ferðamanna á Austurlandi. Byggingin er yfir 1000 fermetrar þ.m.t. baðsvæði og veitingastaður. Umhverfi staðarins er einstakt þar sem Vakirnar, heitar náttúrulaugar, fljóta úti í vatninu.
Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Ný göngu- og hjólabrú sem tengir saman Selja- og Fellahverfi í Breiðholti var tekin í notkun haustið 2018. EFLA sá um verkfræðihönnun brúarinnar ásamt hönnun göngu- og hjólastíga.
Fréttir
Leiðandi í orkuskiptum
Starfsfólk EFLU tók virkan þátt í Samorkuþinginu sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 9.-10. maí. Okkar fólk var með alls fimm erindi á þinginu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Þá var bás EFLU á sýningarsvæðinu í Hofi einnig vel sóttur og viljum við þakka þeim sem litu við kærlega fyrir komuna.
EFLA á Samorkuþingi
Starfsfólk EFLU mun taka virkan þátt í Samorkuþinginu sem verður haldið á Akureyri dagana 9.-10. maí. Metfjöldi þátttakenda verður á þinginu í ár og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á básinn okkar í Hofi sem verður staðsettur rétt við kaffihús staðarins.
blog-forsíða
Árangur hafnarskipulags
Hafnir eru hlið viðskipta og hafa veruleg áhrif á náttúrulegt umhverfi sitt sem og lífsgæði nærliggjandi samfélags. Skipulag hafna tengist fjölmörgum hagsmunaaðilum með ólík áhugasvið og hagsmuni sem vilja að hafnarskipulagið taki tillit til þeirra markmiða. Til að ná markmiðum hagsmunaaðila ætti árangur að vera skilgreindur í áætluninni. Hins vegar er það krefjandi verkefni að skilgreina árangur í hafnarskipulagi.

EFLA veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Víðtæk þekking gerir fyrirtækinu kleift að leysa jafnt sérhæfð verkefni og að veita heildarþjónustu með samræmdum lausnum í umfangsmiklum verkum.
Verkefni EFLU teygja anga sína út um allan heim
Slagorð fyrirtækisins er „allt mögulegt“ sem bæði vísar til fjölbreytninnar í starfseminni og þess lausnamiðaða hugarfars sem við viljum viðhafa í nálgun okkar við viðskiptavini og viðfangsefni.
Í sókn á erlenda markaði hefur EFLA einkum horft til verkefna á sviði orkuflutningsmannvirkja, jarðvarma, samgangna og sjálfvirkni í iðnaði.

Vinnustaðurinn EFLA
EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínum sviðum.