Byggingar

Áhættustjórnun og áhættugreiningar

Áhættustjórnunarkerfi, Áfallaþolsgreining, Atburðastjórnun Áfallaþolsgreiningar, Áhættugreining, Sprengigreining

Áhættur í samfélaginu breytast með tíð og tíma og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra. 


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu á breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar og veita fjölbreytta þjónustu á sviðinu.

Brunahönnun

Brunavarnir, Öryggismál, Öryggissvið, Brunasvið, Ráðgjöf í brunavörnum, Brunaráðgjöf, Bruna og öryggismál, Brunaáhættugreining, Brunaeftirlitskerfi, Brunatækni, Sjálfvirk slökkvikerfi, Slökkvikerfi, Sprinklerkerfi

EFLA rekur öfluga ráðgjafarstarfsemi á sviði brunavarna og öryggismála. Faglegur metnaður sem felur í sér vandaðar greiningar og heildarlausnir einkennir störf EFLU.

Brýr - styrkingar og viðhald

Brú, Viðhald brúa, Styrking brúa, Burðargeta brúa, Brúm, Brýr í rekstri

Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölda verkefna sem snúa að brúm í rekstri, einkum fyrir norsku vegagerðina, en hún leggur mikla áherslu á að hámarka líftíma brúarmannvirkja sinna, án þess að slakað sé á kröfum um öryggi vegfarenda.

Burðarvirki

Burðarþol, Burðarþolshönnun, Hönnun burðarþols, Burðarkerfi, Klæðningar, Stál, Steining húsa, Útveggir

EFLA veitir víðtæka ráðgjöf á öllum sviðum burðarþolshönnunar í bæði nýjum og eldri mannvirkjum.

Byggingareðlisfræði

Raki, Rakaöryggi, Varmaflæði, Rakaflæði, Eðlisfræði bygginga

Á hönnunarstigi bygginga er nauðsynlegt að huga að varma- og rakaflæði því að öðrum kosti gætu komið upp vandamál tengd raka sem geta leitt til örveruvaxtar og myglu. Slík vandamál hafa áhrif á líftíma bygginga og geta aukið viðhaldskostnað. 


Það er því mikilvægt að huga að byggingareðlisfræði með markvissum hætti og veitir EFLA ráðgjöf varðandi deilihönnun og rýni á deilum með tilliti til raka og varmaflæðis.

Byggingarstjórnun

Byggingarframkvæmdir, Byggingaframkvæmdir, Byggingastjórnun, Byggingarstjóri, Húsbyggingar

EFLA hefur víðtæka reynslu af stýringu byggingar­framkvæmda ásamt því að sinna gæðaeftirliti. Við tökum að okkur byggingarstjórnun mannvirkja og gætum þess að byggt sé eftir hönnun og að unnið sé samkvæmt verklýsingum.

Eigið eldvarnaeftirlit - vefkerfi

Eldvarnareftirlit, Eigið eldvarnareftirlit, Brunavarnir, Varnir vegna bruna, Eldvarnir, Eldsvoði, Eftirlitskerfi

Eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækja, stofnana og mannvirkja er mikilvægur hluti af gæða- og öryggismálum ásamt því sem reglugerð kveður á um slíka skyldu. Tilgangurinn er að stuðla að traustum eldvörnum og tryggja virkni þeirra í samræmi við gildandi lög um brunavarnir. 


EFLA býður upp á notendavænt vefkerfi sem aðstoðar við slíkt eftirlit, fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki/stofnanir. 

Fasteignir og viðhald

Viðgerðir, Viðgerð, Fasteignir, Viðhald, Endurnýjun bygginga, Byggingar, Mannvirki, Viðhaldsþjónusta, Eignaþjónusta, Innivist, Raki, Leki

Viðhald fasteigna og annarra mannvirkja skipar mikilvægan sess hjá EFLU og er því rík áherslu lögð á að veita alhliða viðhaldsskoðun og ástandsskoðun bygginga. 


EFLA sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði fasteigna og mannvirkja, eins og viðgerðum, viðhaldi, endurnýjun og breytingum á byggingum.

Ferðamannastaðir

Ferðamenn, Ferðastaðir, Ferðaþjónusta, Ferðaþjónustan, Uppbygging ferðamannastaða, Túristastaðir, Ferðamannastaður, Innanlandsferðir

EFLA veitir einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða ráðgjöf og aðstoð varðandi uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar á Íslandi. Eitt af meginhlutverkum EFLU er að stuðla að framförum í samfélaginu og þar með að farsælli þróun atvinnugreinarinnar.

Flugvellir

Flugvöllur, Flugsamgöngur, Flug, Flugstöðvarbyggingar

Vegna mikils vaxtar í flugumferð síðustu misseri er gott skipulag og skilvirkni flugvalla orðinn mikilvægur þáttur í rekstri þeirra. EFLA veitir alhliða ráðgjöf vegna uppbyggingar, hönnunar og starfsemi flugvalla. 

Framkvæmdaáætlanir

Framkvæmdaráætlanir, Áætlanir vegna framkvæmda, Framkvæmdir, Skipulag framkvæmda, Framkvæmdastjórnun, Eftirlit með framkvæmdum, Skipulag eftirlits

Gerð framkvæmdaáætlana er nauðsynlegur undirbúningur framkvæmda og eftirlits með framkvæmdum. Starfsfólk EFLU býr yfir bæði þekkingu og reynslu til að skipuleggja framkvæmdir af ýmsu tagi.

Framkvæmdaeftirlit

Eftirlit með framkvæmdum, Framkvæmdir, Stjórnun framkvæmda, Framkvæmd

Allt frá stofnun EFLU hefur fyrirtækið verið þekkt fyrir að veita ferska, hagkvæma og árangursmiðaða þjónustu og lausnir við stjórnun framkvæmda og eftirlit með þeim.

Starfsmenn EFLU búa yfir umfangsmikilli þekkingu og reynslu af framkvæmdastjórnun og eftirliti með framkvæmdum.

Fráveitur og ofanvatnskerfi

Ofanvatnslausnir, Veitukerfi, Fráveitukerfi, Fráveitumál, Innviðir, Fráveituhreinsun, Veitumannvirki, Blágrænar ofanvatnslausnir, Skólphreinsun, Flóðaútreikningar, Salernislausnir, Þurrklósett.

Fráveitur og örugg veitukerfi eru ein af grunnstoðum nútíma velferðarsamfélags og er EFLA leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja.

Hávaðastjórnun

Hávaði, Stjórnun hávaða, Umhverfishávaði, Hljóðvist, Hljóðtruflun

Hávaði í umhverfinu og innan bygginga er vaxandi vandamál. EFLA veitir ráðgjöf til að sporna við hávaðaútbreiðslu og við að draga úr og einangra fyrir hávaða.

Hljóðmælingar

Hávaði, Hljóð, Hljóðfræði, Hljóðstigsmælingar, Hávaðastjórnun

EFLA framkvæmir margs konar hljóðfræðilegar mælingar með fullkomnum og öflugum mælitækjum. Slíkar mælingar eru einn af meginþáttum góðrar hljóðvistar hvort sem er innandyra eða utanhúss. 

Hljóðvistarráðgjöf

Hljóðvist, Hávaði, Hávaðastjórnun, Hljóð, Innivist, Hljóðráðgjöf

Góð hljóðvist í byggingum er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu, vellíðan og einbeitingu notenda.


Starfsfólk EFLU hefur yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu í hljóðhönnun bygginga af öllum stærðum og gerðum hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur á húsnæði.

Hljómburðarhönnun

Hljómburður, Hljóðvistarhönnun, Hljómur, Hljóð, Hljóðvistarsvið

Góður hljómburður er einn af þeim þáttum sem hefur hvað mest áhrif á nýtingu rýmis og ánægju notenda. Hljóðráðgjafar EFLU hafa mikla reynslu og þekkingu af hljóðhönnun mannvirkja og veita ráðgjöf varðandi hljóðkerfi og samspil þeirra við hljómburð rýma. 

Hljómkerfahönnun

Hljómkerfið, Hljóðkerfi, Hljómburður

EFLA sinnir fjölmörgum verkefnum á sviði hljóðvistar og er hljómkerfahönnun einn af þjónustuflokkunum. 

Hússtjórnarkerfi

Loftræsikerfi, Stjórnunarkerfi húsa, Hústjórnunarkerfi, Loftræstikerfi, Hitastig, Loftræsting, Loftræsing, Orkunýting húsa, Öryggiskerfi

Hússtjórnakerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum. Hlutverk þessara kerfa er að einfalda rekstur fasteigna.


EFLA hefur áratuga reynslu af gerð hússtjórnarkerfa.

Hönnun brúa

Brýr, Brúarhönnun, Hanna brú, Brúarmannvirki, Brú, Göngubrú, Vegbrýr

EFLA hefur víðtæka reynslu af hönnun brúa og innan fyrirtækisins er starfrækt sérhæft teymi verkfræðinga sem leysir brúarverkefni á öllum verkefnisstigum. Það felur m.a. í sér frumdrög hönnunar, endurbætur, viðhald og styrkingar á brúm sem hafa verið lengi í notkun. 

Hönnun í BIM umhverfi

BIM, Building Information Modelling, Hönnunarlíkan

BIM (Building Information Modelling) er aðferðarfræði við að búa til hönnunarlíkan fyrir byggingu og kerfin sem henni tilheyra. Hönnunarlíkanið, ásamt þeim upplýsingum sem í því eru, er síðan hægt að greina, herma og sannreyna áður en byggingin er byggð.

Hönnun mannvirkja

Mannvirkjahönnun, Mannvirki, Hönnun mannvirkis, Mannvirki, Byggingar, Byggingasvið, Byggingamannvirki, Byggingahönnun, Byggingarhönnun

EFLA býr yfir 40 ára reynslu í hönnun mannvirkja og hefur verið leiðandi varðandi ráðgjöf á sviðinu. EFLA hefur verið í fararbroddi hvað varðar nýjar lausnir fyrir byggingamarkaðinn og mótað nýjar áherslur sem auka gæði og hagkvæmni bygginga.

Innivist og heilsa

Hús og heilsa, raki, mygla, loftgæði, myglusveppur, rakaskemmdir, sveppur, Mygla í húsum, Rakaskemmdir

EFLA veitir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf varðandi heilnæm hús og innivist varðandi þá þætti sem hafa bein áhrif á líðan notenda bygginga. Það eru m.a. atriði eins og loftgæði, efnisval, rakaskemmdir, mygla, hljóðvist, birtuskilyrði frá lýsingu, öryggismál, viðhaldsþörf og umhirða húsnæðis.

Kostnaðar- og tímaáætlanir

Kostnaðaráætlun, Kostnaðaáætlun, Áætlun kostnaðar, Tímaáætlun, Tíma áætlun, Áætlanagerð

Kostnaðar- og tímaáætlanagerð eru hornsteinn góðrar verkefnastjórnunar. Góðar og ítarlegar áætlanir gefa betri mynd af hverju verkefni og aðstoða við að skipuleggja og stýra framkvæmdum. 


Starfsmenn EFLU búa yfir áratuga reynslu af gerð slíkra áætlana og liggur mikil þekking og gagnasöfnun á bak við gerð kostnaðar- og tímaáætlana.  

Lagnahönnun

Lagnakerfi, Virknilýsing, Virknilýsingar, Lagnir og hönnun, Hönnun lagna, Lagnir, Frystikerfi, Hitalagnir, Kælikerfi, Loftræsikerfi, Pípulagnir, Snjóbræðuslukerfi, Loftræsting, Loftræstikerfi

EFLA er leiðandi ráðgjafi í hönnun og eftirliti lagnakerfa í mannvirkjum af öllum stærðum og gerðum. 


Ráðgjafar EFLU leggja áherslu á að koma inn í verkefni á frumstigum hönnunar, aðstoða við forhönnun bygginga og gera kostnaðar- og gæðamat á mismunandi lausnum.

Líftímakostnaður (LCC)

LCC, Líftímaútreikningar, Líftími bygginga, Líftími húsa, Heildarkostnaður við byggingu, Lífferilskostnaður, Líftímagreining

Líftímakostnaður (LCC - e. Life Cycle Cost) er greining á heildarkostnaði við byggingu og rekstur mannvirkis frá upphafi til enda. 

Ráðgjafar EFLU hafa reiknað líftímakostnað bygginga með góðum árangri. 

Loftræsihönnun

Loftræsing, Loftræsting, Loftræstihönnun, Loftræsikerfi, Loftræstikerfi, Loftræsilausnir, Innivist

EFLA er leiðandi ráðgjafi í hönnun og eftirliti loftræsikerfa í mannvirkjum af öllum stærðum og gerðum.


Ráðgjöfin felur meðal annars í sér gerð loftgæðalíkana á frumstigum hönnunar til ákvarðanatöku á loftræsilausnum og gerð kostnaðar- og gæðamats á mismunandi lausnum.

Lýsingarhönnun

Lýsing, Lýsingarkerfi, Lýsingarhönnuður, Lýsingartækni, Innivist

EFLA sérhæfir sig í hönnun lýsingar í allar gerðir mannvirkja og hafa fjölmörg verkefni fyrirtækisins hlotið verðlaun  fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun. 


EFLA hannar lýsingar- og ljósastýrikerfi í allar gerðir mannvirkja fyrir almenna lýsingu, sérlýsingu og skrautlýsingu jafnt utandyra sem innan.

Orkuráðgjöf fyrir byggingar

Orkulíkan, Orkulíkön, Orkurammi, Orkuþörk, Orkukostnaður, Innivist

EFLA tekur að sér gerð orkulíkana og útreikninga á orkuramma fyrir byggingar samkvæmt núverandi kröfum byggingarreglugerðar.


EFLA býður jafnframt upp á orkuráðgjöf og gerð orkulíkana fyrir eldri byggingar.

Raflagnahönnun

Rafmagn, Hönnun raflagna, Lagnir rafmagns, Smáspennukerfi, Spennukerfi, Rafhönnun, Smáspennukerfi, Lagnir, Afldreifing, Glue, Lagnakerfi, rafhönnun, Revit, Rofar, Smáspennukerfi

Raflagnahönnun í byggingar og önnur mannvirki nær yfir marga ólíka verkþætti. Í raflagnahönnuninni er lagður grunnur að lagnaleiðum, rofum og tenglum, töflum, lýsingu, hús­stjórnarkerfi og öryggiskerfum.


Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði raflagna, lýsingar­hönnunar og smáspennukerfa.

Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja

Öryggiskerfi, Tæknikerfi mannvirkja, Rafmagnskerfi, Tæknikerfi, Gagnaflutningskerfi, Rafkerfi, Rafkerfahönnun, Raforkukerfi

EFLA sérhæfir sig í hönnun rafmagns-, öryggis- og tæknikerfa fyrir byggingar og mannvirki af öllum gerðum og stærðum.

Rakaskemmdir og mygla - Fyrirtæki

Raki, Mygla, Innivist, Myglusveppir, Leki, Lekavandamál, Skemmdir vegna myglu, Skemmdir vegna raka, Rakamæling

EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. 


Reynsla og fagþekking á rakavandamálum skiptir sköpum þegar kemur að mati á fasteignum vegna rakaskemmda, en sérfræðingar EFLU hafa í gegnum tíðina skoðað yfir 7.000 byggingar á Íslandi. 

Rakaskemmdir og mygla - Heimili

Raki, Mygla, Skoða heimili, Rakaskemmdir, Myglusveppur

EFLA býður upp á skoðun á heimilum, eða hjá fyrirtækjum, þar sem grunur leikur á að rakaskemmdir eða mygla sé til staðar.


EFLA er leiðandi á markaði og veitir fjölbreytta þjónustu á sviði rakaskemmda. Sérstaðan er meðal annars fólgin í yfirgripsmikilli reynslu og víðtækri þekkingu en ráðgjafar fyrirtækisins hafa skoðað yfir 7.000 byggingar á Íslandi í tengslum við rakaskemmdir.

Rannsóknarstofa

Prófanir, Steinsteypa, Jarðtækni, Steypa, Rannsókn, Múr, Sýnataka, Sýni

EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu síðan 1997 og þar eru framkvæmdar rannsóknir og prófanir á múr, steinsteypu og jarðefnum, efnagreiningar á vatni ásamt sýnatöku og greiningu á myglu. 

Skjákerfi

Framleiðsluferli, Tækjabúnaður, Stýrikerfi, Skjástýrikerfi, Scada, Framleiðslukerfi, Stjórnkerfi, Skjámyndakerfi

Megin tilgangur skjákerfa er að veita rekstraraðilum yfirsýn yfir framleiðsluferli og stöðu ásamt stjórnun tækjabúnaðar. 


Sérfræðingar EFLU hafa  víðtæka reynslu í hönnun og rekstri skjákerfa fyrir framleiðslu- og mælikerfi.

Steypurannsóknir

Steypurannsókn, Steypa, Múr, Rannsóknir, Múr, Forprófanir

Við undirbúning framkvæmda er mikilvægt að rannsaka og sannreyna steypu, múr eða önnur sementsbundin efni sem ætlunin er að nota í framkvæmdirnar. 


Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð og taka að sér slíkar prófanir og rannsóknir.

Sundlaugar

Laug, Sund, Líkamsrækt, Íþróttamiðstöð, Íþróttahús, Íþróttir

EFLA veitir alhliða ráðgjöf samhliða því að sjá um hönnun á húsnæði, hreinsi- og dælukerfi fyrir sundlaugar og heita potta. 


Sérstök áhersla er lögð á hagkvæmar og einfaldar lausnir með tilliti til orkunýtingar, reksturs og líftímakostnaðar. 

Tækniteiknun

Tækniteiknari, teiknistörf, Teiknikerfi

Tækniteiknun er einn af lykilþáttum á þjónustusviði EFLU.

Þrautþjálfað teymi teiknara sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir önnur svið fyrirtækisins, allt frá götum, brúarmann­virkjum og byggingum til orkuvera og álvera.

Umferðarhávaði

Hávaði frá umferð, Umferð, Ökutækjahávaði, Flugumferðarhávaði, Hávaðamörk, Flughávaði, Hávaðamengun, Ökutækjahávaði, Hljóðkort, Samgönguhávaði

Undanfarin ár hefur áhersla og umfjöllun um hljóð og hávaða aukist, sérstaklega í þéttbýli. Rannsóknir hafa sýnt að of mikil hávaðaáraun getur haft neikvæð áhrif á heilsu og velferð manna. 


EFLA veitir þjónustu í útreikningum á umferðarhávaða bæði frá umferð ökutækja og flugumferð. Þær niðurstöður veita mikilvægar forsendur fyrir hönnun bygginga, sérstaklega á þéttingarsvæðum þar sem umferðarhávaði getur verið mikill.

Vatnsaflsvirkjanir

Vatnsafl, Orkugjafi, Orkugjafar, Virkjunarkostur, Virkjunarkostir, Virkjun

Vatnsafl er helsta uppspretta endurnýjanlegrar orku og auðlind sem æ fleiri þjóðir snúa sér að í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti.


EFLA býður upp á heildarþjónustu við athuganir og hönnun á vatnsaflsvirkjunum, allt frá frumathugunum til framkvæmdaeftirlits og gangsetningar.

Verðmat mannvirkja

Stöðumat, mannvirki

EFLA hefur um árabil unnið að verðmati mannvirkja af margvíslegu tagi. 

Verkefnastjórnun

Verkefni, Stjórnun verkefna, MPM, Verkefnastjóri, Verkefnastjórar, Innivist

Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. Gerðar eru kostnaðar- og tímaáætlanir í þeim smáatriðum sem skipta máli til að skila verkefnum áfram á markvissan hátt.


Verkefnastjórar EFLU eru þjálfaðir í að skynja og greina hættur sem stafa kunna að verkefninu og að bregðast við án tafar af reynslu, þekkingu og innsæi.

Verkeftirlit

Eftirlit með framkvæmdum, Framkvæmdastjórnun, Framkvæmdir, Verkframkvæmdir

Verkefnastjórnunarteymi EFLU hefur víðtæka þekkingu og reynslu af framkvæmdastjórnun og eftirliti með framkvæmdum.

Viðbragðs- og rýmingarmál

Viðbragðsáætlun, Viðbragðsáætlanir, Rýmingarmál, Áhættugreining, Rýmingaráætlanir, Öryggisáætlun

Ráðgjafar EFLU hafa víðtæka reynslu af því að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög varðandi viðbragðs- og rýmingarmálefni. 


EFLA leggur mikinn metnað í að sérsníða lausnir fyrir viðskipavini sína og tryggja þannig að tekið sé tillit til notenda, starfsemi og sértækra aðstæðna hverju sinni.

Vinnuvistarkönnun

Könnun fyrir vinnustaði, Innivist á vinnustað

Upplýsingar um líðan og upplifun starfsmanna á vinnuumhverfi sínu geta hjálpað stjórnendum að greina þá þætti sem þarf að bæta úr og viðhalda því sem mælist vel. 


Vinnuvistarkönnun EFLU byggir á stöðluðum spurningalista sem er þróaður í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og eru athugaðir þættir í vinnuumhverfi starfsfólks.

Vistvæn hönnun og BREEAM vottanir

BREEAM, BREEM, BREAM, Vistæn hönnun, Vistvænar byggingar, Vottun bygginga, Byggingavottun, Vistvæn byggingarvottun, Umhverfisvottun bygginga, Vistvottunarkerfi, Vottun bygginga

Markmið vistvænnar hönnunar og vottunar er að byggingar og innviðir hafi sem minnst umhverfisáhrif á líftíma sínum, séu heilsusamlegir fyrir notendur og að viðhaldsþörf verði sem minnst.


EFLA hefur verið brautryðjandi í vistvænni hönnun og vottun bygginga hérlendis og veitir öfluga ráðgjöf þar að lútandi. Vistvæn vottun er gerð skv. vistvottunarkerfum eins og t.d. BREEAM.

Þarfagreining

Þarfir, Greining þarfa, Væntingar, Innkaup, Framkvæmdir

Þarfagreining vegna framkvæmda og innkaupa er nauðsynleg forvinna sem er unnin með verkkaupa til að draga fram á kerfisbundinn hátt upplýsingar til að móta fyrirhugaða framkvæmd, skilgreina markmið og væntingar.


Reynslumiklir ráðgjafar EFLU aðstoða við gerð slíkra þarfagreininga.

Þrívídd og sýndarveruleiki

3D, 3D reality, VR, Virtual Reality, Þrívíð, Sýndarveruleiki

Þrívíddargrafík er tilvalin leið til að einfalda samskipti

og tengja við notendur. Sérfræðingar EFLU hafa margra ára reynslu í tæknilegum lausnum og framsetning þeirra í þrívíddargrafík vekur þær til lífsins, hvort sem er á

tölvuskjá, snjalltæki eða í sýndarveruleika. 


Nákvæm þrívíddarmódel geta því verið mikilvægur grunnur að vel heppnuðum verkefnum.

Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu

Vakinn, Öryggisáætlun, Ferðamannastaður, Ferðaþjónustuaðili, Áhættumat, Áhættustjórnun, Slys á ferðamönnum, Ferðaþjónusta

Slys og óhöpp meðal ferðamanna hér á landi hafa aukist síðustu misserin og er nauðsynlegt að draga úr þeim á markvissan hátt.


Sérfræðingar EFLU aðstoða ferðaþjónustuaðila við gerð öryggisáætlana, allt frá þarfagreiningu til innleiðingar.

Öryggiskerfi

Brunaviðvörunarkerfi, Neyðarlýsingarkerfi, Aðgangskerfi, Viðvörunarkerfi

Öryggiskerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum og mannvirkjum. Hlutverk þessara kerfa er að gæta öryggis fólks og/eða eigna.


EFLA hefur á að skipa reynslumiklum sérfræðingum sem taka að sér ráðgjöf um val og notkun öryggiskerfa. 


Var efnið hjálplegt? Nei