Brunahönnun
Brunavarnir, Öryggismál, Öryggissvið, Brunasvið, Ráðgjöf í brunavörnum, Brunaráðgjöf, Bruna og öryggismál, Brunaáhættugreining, Brunaeftirlitskerfi, Brunatækni, Sjálfvirk slökkvikerfi, Slökkvikerfi, Sprinklerkerfi
EFLA rekur öfluga ráðgjafarstarfsemi á sviði brunavarna og öryggismála. Faglegur metnaður sem felur í sér vandaðar greiningar og heildarlausnir einkennir störf EFLU.
Tengiliður
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Við erum mjög reynd í að nota tæknilegar áhættugreiningar auk einfaldara áhættumats og erum leiðandi í notkun áhættugreiningaraðferða í brunahönnun bygginga.
Bruna- og öryggissvið starfar náið með öðrum sviðum EFLU og nýtur stuðnings öflugrar sérfræðiþekkingar frá starfsmönnum með fjölbreytta þekkingu.Öll helstu svið brunamála
Verkefnin eru fjölbreytt og ná yfir öll helstu svið bruna- og öryggismála, allt frá einföldum úttektum til hönnunar stórbygginga. Gerð rýmingar- og viðbragðsáætlana vegna bruna og annarrar hættu auk fræðslu, skipar stóran sess í starfseminni.
Á meðal þjónustusviða eru
- Brunahönnun bygginga og burðarvirkja
- Brunatæknilegar úttektir
- Fræðsla á sviði bruna- og öryggismála
- Brunavarnir loftræsikerfa
- Greining flóttaleiða og gerð rýmingaráætlana
- Gerð neyðar- og viðbragðsáætlana
- Gerð brunaviðvörunarkerfa og vöktunarbúnaðar
- Hönnun sjálfvirkra slökkvikerfa
- Efnaöryggismál
- Hermun sprenginga