Byggingareðlisfræði

Raki, Rakaöryggi, Varmaflæði, Rakaflæði, Eðlisfræði bygginga

Á hönnunarstigi bygginga er nauðsynlegt að huga að varma- og rakaflæði því að öðrum kosti gætu komið upp vandamál tengd raka sem geta leitt til örveruvaxtar og myglu. Slík vandamál hafa áhrif á líftíma bygginga og geta aukið viðhaldskostnað. 


Það er því mikilvægt að huga að byggingareðlisfræði með markvissum hætti og veitir EFLA ráðgjöf varðandi deilihönnun og rýni á deilum með tilliti til raka og varmaflæðis.

Tengiliðir

Með tilkomu ákvæða í byggingarreglugerð um gerð greinargerða um einangrun og raka eru auknar kröfur settar á hönnuði bygginga og þeim gert að gera grein fyrir varma- og rakaflæði byggingarhluta fyrir bæði ný- og endurbyggingar og vegna viðhalds fasteigna.

Sérfræðingar EFLU byggja mat sitt á áratugalangri reynslu og þekkingu  á byggingareðlisfræði og reikna m.a. kuldabrúargildi. Varma- og rakaflæði er hermt (e. simulated) fyrir klukkustundargildi helstu veðurþátta með gögnum frá Veðurstofu Íslands. Metið er hvort raki safnist upp í byggingarhlutum og fyrir hvaða þáttum byggingarhlutar eru næmastir.

Á framkvæmdartíma býður EFLA upp á eftirlit sem miðar að því að draga úr áhættu á rakavandamálum. Með slíku eftirliti er fylgst með ástandi byggingarefna við móttöku. Rakamælingar eru gerðar á byggingarefnum áður en byggingarhlutum er lokað og loftþéttleikamælingar framkvæmdar.

Eykur gæði bygginga

Hönnun með tilliti til varma- og rakaflæðis eykur gæði bygginga og dregur úr rekstrarkostnaði og ótímabæru viðhaldi yfir líftíma bygginga.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Greinargerð um einangrun og raka
  • Hermun á varma- og rakaflæði
  • Hönnun með tilliti til raka
  • Rýni á hönnun með tilliti til raka
  • Útreikningar á kuldabrúargildum
  • WUFI (Varma- og rakaflæðihugbúnaður)
  • HEAT2 (Varmaflæðihugbúnaður)

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei