Eigið eldvarnaeftirlit - vefkerfi
Eldvarnareftirlit, Eigið eldvarnareftirlit, Brunavarnir, Varnir vegna bruna, Eldvarnir, Eldsvoði, Eftirlitskerfi
Eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækja, stofnana og mannvirkja er mikilvægur hluti af gæða- og öryggismálum ásamt því sem reglugerð kveður á um slíka skyldu. Tilgangurinn er að stuðla að traustum eldvörnum og tryggja virkni þeirra í samræmi við gildandi lög um brunavarnir.
EFLA býður upp á notendavænt vefkerfi sem aðstoðar við slíkt eftirlit, fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki/stofnanir.
Tengiliðir
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Vefkerfi sem heldur utan um eigið eftirlit

Samkvæmt gildandi reglugerð skal eigin eldvarnaeftirliti sinnt í öllum fyrirtækjum, stofnunum og mannvirkjum og skal það vera skjalfest. Til að auðvelda utanumhald á slíku eftirliti hefur EFLA þróað vefkerfi sem heldur utan um alla þætti eigin eldvarnaeftirlitsins.
Vefkerfið er einfalt í notkun, er snjalltækjavænt og hægt að aðlaga að þörfum hvers notanda. Viðmótið er bæði á íslensku og ensku og getur notandinn valið með einföldum hætti hvort tungumálið hann kýs að nota. Vefkerfið veitir góða yfirsýn yfir eldvarnaskoðanir sem framkvæmdar eru í byggingum ásamt því að sjá um að minna á þjónustuskoðanir og eftirlit.
Ábyrgð í höndum forráðamanna
Eigandi mannvirkis ber ábyrgð á byggingartæknilegum brunavörnum þess og þarf forráðamaður byggingarinnar að sjá til þess að brunavarnir og aðrar öryggisaðgerðir séu virkar.
Þá er skylt að hlíta fyrirmælum eftirlitsaðila á vegum sveitarfélaga og opinberra stofnana um úrbætur samvkæmt reglugerðum varðandi brunavarnir, öryggismál og aðra tengda þætti.
Yfirlit og yfirsýn á einum stað

Vefkerfi EFLU aðstoðar við að halda úti virku og lögbundnu eldvarnaeftirliti á einfaldan og öruggan máta. Þannig er einfalt að skoða sögu eftirlits, sjá yfirlit yfir þjónustuskoðanir, viðgerðir, úttektir og fleiri þætti.
Einnig er hægt að halda yfirlit yfir öryggistengd námskeið starfsmanna og rýmingaræfingar sem haldnar eru á vinnustaðnum.
Skýrslur og skjöl úr vefkerfinu

Algengar spurningar og svör
Hvað er eigið eldvarnaeftirlit?
Samkvæmt reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 er eigið eftirlit skjalfest og reglulegt eftirlit með eldvörnum fyrirtækja og stofnana á eigin vegum og fyrir eigið fé.
Markmiðið með eigin eldvarnareftirliti er að tryggja að réttur viðbúnaður og viðbrögð séu til staðar til að hindra að eldur kvikni og sjá til þess að hann valdi sem minnstu tjóni á fólki, byggingum og starfsemi verði hann laus. Einnig að auka þekkingu og innsýn í brunavarnir í viðkomandi starfsemi.
Þarf fyrirtækið mitt að vera með eigið eldvarnaeftirlit?
Sinna þarf eigin eldvarnaeftirlit í flestum bygginum þar sem fólk starfar. En stærð og tegund húsnæðis sem og eðli starfseminnar ræður miklu um hvernig eftirliti er háttað.
Dæmi um þær lausnir sem vefkerfið býður upp á
Góð yfirsýn er lykilatriði og veitir vefkerfið yfirsýn yfir eldvarnaskoðanir sem eru framkvæmdar í byggingum.
Stöðuskýrslur úr vefkerfinu má nálgast á auðveldan og aðgengilegan máta og prenta út til skjalfestingar.
Í vefkerfinu er dagbók sem auðveldar skipulag og yfirlit yfir næstu aðgerðir sem tengjast eldvarnaeftirlitinu.
Vefkerfið er snjalltækjavænt og því hægt að nota í farsímum. Viðmótið getur verið á íslensku eða ensku.
Þægilegt viðmót í snjallsíma og auðveld skráning skoðana.
Auðvelt er að skrá verkefni í vefkerfið og merkja ábyrgðarmann ásamt skilafresti.
Viltu sækja um aðgang að kerfinu, eða fá nánari upplýsingar?
Senda fyrirspurn
Fyrir þá sem eru með aðgang að kerfinu
Innskráning