Hljómburðarhönnun
Hljómburður, Hljóðvistarhönnun, Hljómur, Hljóð, Hljóðvistarsvið
Góður hljómburður er einn af þeim þáttum sem hefur hvað mest áhrif á nýtingu rýmis og ánægju notenda. Hljóðráðgjafar EFLU hafa mikla reynslu og þekkingu af hljóðhönnun mannvirkja og veita ráðgjöf varðandi hljóðkerfi og samspil þeirra við hljómburð rýma.
Tengiliður
Guðrún Jónsdóttir Hljóðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6094 / +354 665 6094 Netfang: gudrun.jonsdottir@efla.is Reykjavík
Með góðri hljóðvistarhönnun er tryggt að hljómburður rýmis hæfi notkun þess. Í fundar- og ráðstefnusölum er til að mynda mikilvægt að talað mál berist rétt og vel. Þá hefur hljómburður tónlistarrýma mikil áhrif á notagildi þeirra, bæði hvað varðar upplifun fólks og nýtingu rýmisins.
Starfsfólk EFLU hefur yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu í hljóðhönnun bygginga af öllum stærðum og gerðum hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur á þegar byggðu húsnæði.
Góður hljómburður er lykilatriði
Rétt hljómburðarhönnun hefur mikil áhrif á nýtingu rýmis og upplifun fólks og ánægju þeirra í viðkomandi rými/stað.
Fyrsta flokks tækjabúnaður
Við hljómburðarhönnun er notaður fyrsta flokks hugbúnaður til líkanútreikninga. Þrívíddarlíkan er sett upp í hugbúnaðinum Odeon Combined til að tryggja að hljómburður verði eins og best verður á kosið.
Með hugbúnaðinum fást upplýsingar um ómtíma rýma, orkudreifingu og skýrleika talaðs máls, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er hægt að hlusta á hljóðbrot sem lýsir hljómburði rýmisins og þannig hægt að bera saman mismunandi hljóðlausnir og aðgerðir.
Með réttri hönnun tryggjum við góðan hljómburð með réttum áherslum fyrir sérhvert rými og verkefni.
Í okkar huga er ekkert verkefni of stórt eða of lítið.