Hönnun brúa
Brýr, Brúarhönnun, Hanna brú, Brúarmannvirki, Brú, Göngubrú, Vegbrýr
EFLA hefur víðtæka reynslu af hönnun brúa og innan fyrirtækisins er starfrækt sérhæft teymi verkfræðinga sem leysir brúarverkefni á öllum verkefnisstigum. Það felur m.a. í sér frumdrög hönnunar, endurbætur, viðhald og styrkingar á brúm sem hafa verið lengi í notkun.
Tengiliðir
Magnús Arason Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6158 / +354 665 6158 Netfang: magnus.arason@efla.is Reykjavík
Andri Gunnarsson Byggingarverkfræðingur M.Sc. og Húsasmíðameistari Sími: +354 412 6020 / +354 848 2972 Netfang: andri.gunnarsson@efla.is Reykjavík
Kristján Uni Óskarsson Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6153 / +354 665 6153 Netfang: kristjan.uni.oskarsson@efla.is Akureyri
Við hönnun nýrra brúarmannvirkja hjá EFLU eru þrjú meginatriði höfð að leiðarljósi: öryggi, ásýnd og hagkvæmni.
Öryggi
Hönnunin verður að uppfylla öryggiskröfur og er fræðileg þekking ásamt þekkingu á gildandi reglum veigamikill hluti af starfseminni. Starfsmenn EFLU eru virkir á faglegum samstarfsvettvangi svo sem hugbúnaðarþróun, birtingu faggreina og í ýmsum störfum í norrænum og alþjóðlegum samtökum.
Ásýnd
EFLA starfar náið með arkitektum við brúarhönnun og er áherslan lögð á að ásýnd brúarmannvirkjanna falli að umhverfi þeirra hvort sem um er að ræða náttúrulegt eða manngert umhverfi.
Hagkvæmni
Kostnaðarvitund er gegnumgangandi í hönnunarferlinu og er leitast við að tefla fram valkostum sem bæði eru hagkvæmir í byggingu og rekstri en einnig í samræmi við væntingar verkkaupa.
Helstu verkkaupar EFLU á sviði brúartengdra verkefna eru Vegagerðin, norska Vegagerðin og sveitarfélög á Íslandi og í Noregi. Nokkur af brúarmannvirkjum EFLU hafa unnið til verðlauna á undanförnum árum eins og göngubrúin við Hringbraut, Mjóafjarðarbrú og hönnunartillaga að göngubrú á Markarfljót.
Öflugt teymi og sérhæfð þekking
Við störfum jöfnum höndum á Íslandi og í Noregi og um það vitnar fjöldi brúa sem byggður hefur verið samkvæmt hönnun EFLU í báðum löndum. Starfsemin í Noregi byggist á reynslu sem áunnist hefur á Íslandi og þannig hefur orðið til öflugt teymi sem nýtir sérhæfða þekkingu frá báðum löndum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Frumdrög brúa á ýmsum skipulagsstigum
- Forhönnun brúa
- Verkhönnun brúa