Hússtjórnarkerfi

Loftræsikerfi, Stjórnunarkerfi húsa, Hústjórnunarkerfi, Loftræstikerfi, Hitastig, Loftræsting, Loftræsing, Orkunýting húsa, Öryggiskerfi

Hússtjórnarkerfi auðvelda rekstur húsa og mannvirkja. Með hússtjórnarkerfum er umhverfi starfsmanna stjórnað svo sem hitastigi, loftgæði og lýsingu. 

Tengiliðir

Meginmarkmið hússtjórnarkerfa er að stjórna og hafa eftirlit með loftræsi- og lagnakerfum mannvirkja. Kerfin stjórna þannig hitastigi og loftgæðum innan bygginganna og svæða innan þeirra. Að auki eru þau notuð til að eftirlits og stjórnunar annarra kerfa s.s. lýsingarkerfa og öryggiskerfa.

History og navn

Vel hönnuð kerfi hafa áhrif á vellíðan

Hússtjórnarkerfi auðvelda rekstur húsa og mannvirkja. Vel hönnuð kerfi stuðla þannig að betri líðan starfsmanna. Kerfin safna upp og skrá rekstrargildi og auðvelda þannig rekstraraðilum að hafa eftirlit með kostnaði við reksturinn.

Þjónusta EFLU í hússtjórnarkerfum

Við smíðum hússtjórnarkerfi frá grunni. Við gerum kerfislýsingar, veljum búnað, forritum stýrikerfi, gerum stýriteikningar og gangsetjum kerfin.

Við skilgreinum virkni hússtjórnarkerfanna og gerum útboðsgögn. Við höfum eftirlit með uppsetningum og tökum kerfin út. Einnig framkvæmum við úttektir og umbætur á eldri hússtjórnarkerfum.

Hvenær ætti ég að íhuga að setja upp hússtjórnarkerfi?

Það fer eftir aðstæðum og stærð verkefnis. Skrifstofur með 50-100 starfsmönnum standa vel undir slíku kerfi. Einnig mætti t.d. nefna lagerhúsnæði þar sem skrá þarf hitastig og stjórna hita.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei