Kostnaðar- og tímaáætlanir

Kostnaðaráætlun, Kostnaðaáætlun, Áætlun kostnaðar, Tímaáætlun, Tíma áætlun, Áætlanagerð

Kostnaðar- og tímaáætlanagerð eru hornsteinn góðrar verkefnastjórnunar. Góðar og ítarlegar áætlanir gefa betri mynd af hverju verkefni og aðstoða við að skipuleggja og stýra framkvæmdum. 


Starfsmenn EFLU búa yfir áratuga reynslu af gerð slíkra áætlana og liggur mikil þekking og gagnasöfnun á bak við gerð kostnaðar- og tímaáætlana.  

Tengiliðir

Við beitum öflugum tölfræðilegum aðferðum við greiningu áætlana sem tryggir betur áreiðanleika og eykur líkurnar á að áætlun reynist rétt.

Tímaáætlanir eru unnar í PrimaVera eða MS-Project háð umfangi hverju sinni. Vel unnin tímaáætlun skiptir mjög miklu máli fyrir framvindu verkefna, eykur yfirsýn og tryggir að verkefnateymið vinni með skýr markmið og vel skilgreinda áfanga.

Vel skilgreind verkefni eru árangursrík

Vel skilgreindar og nákvæmar kostnaðar- og tímaáætlanir skila markvissari árangri í verkefnum. Með vel skilgreindum verkáföngum og uppskiptingu verkefna er tryggð farsæl niðurstaða í hverju verki.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnastjórnun
  • Kostnaðaráætlanagerð
  • Tímaáætlanagerð í MS Project eða Primavera
  • Verkþáttagreiningar
  • Framvindueftirlit
  • Áhættu- og breytingastjórnun

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei