Mat á ræstingum

Insta 800, Ræstingarmat, Ræstiútboð, Útboð á ræstingum, Ræstingar, Þrif, Hreingerning

EFLA hefur fyrst allra ráðgjafarfyrirtækja sérhæft sig í gerð útboðsgagna fyrir ræstiútboð með því að nota staðalinn INSTA 800: Gæði ræstinga-Kerfi fyrir mat og flokkun á gæðum ræstinga. EFLA hefur öðlast einstaklingsvottun á þekkingarstigi 4 sem er skilyrði fyrir ráðgjafa sem gera útboðsgögn eftir staðlinum.

Tengiliður

INSTA 800 staðallinn er gæðamiðað kerfi við ræstingar. Verkkaupi ákveður bæði gæði og tíðni ræstingar fyrir hvert og eitt rými í byggingunni en starfsmaður verktaka á að sjá til þess að rýmið sé alltaf eins hreint og krafist er. Það getur þýtt að starfsmaður þurfi ekki að ræsta flöt sem er hreinn en einbeiti sér frekar að þrifaflötum sem eru skítugir. 

Starfsmenn verkkaupa og verktaka fara í gegnum sömu þjálfun við að meta gæði ræstingar og hafa því sama skilning á gæðum. Gæðin eru metin með úttektum samkvæmt ákveðinni aðferðafræði sem báðir aðilar þekkja, það minnkar því líkur á ágreiningi um hvað sé hreint og hvað sé skítugt.

Ræstiþjónusta og útboð

Í mörgum tilfellum er ræstiþjónusta boðin út og fær sá verktaki verkið sem býður hagkvæmast, þ.e. lægstu að fjárhæð. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir báða aðila að koma sér saman um sameiginlegt mat á gæðum ræstinga. Til að taka af allan vafa er staðallin INSTA 800 notaður.

Á meðal þjónustusviða eru 

  • Ráðgjöf við gerð gagna
  • Gerð gagna, útboðs- og kröfulýsing, tilboðsskrá
  • Magntaka, mat á gæðum og tíðni, gerð gæðasniða
  • Gerð annarra viðbótargagna s.s. teikningar, tölfræði, ýmislegt upplýsingaefni
  • Þjónusta á tilboðstíma; umsjón með fyrirspurnum, rýni gagna frá bjóðendum, kynningar
  • Eftirfylgni; skoðanir skv. INSTA 800

Útboðsgögn um ræstingu sem byggja á staðlinum INSTA 800 eiga að tryggja góð gæði, skynsamleg vinnubrögð, minnka líkur á ágreiningi á samningstíma og staðallinn krefst reglubundinna gæðaúttekta í formi sjónskoðanna.

EFLA getur skrifað þjónustuútboðsgögn bæði á íslensku og ensku.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei