Rafbílar og hleðslustöðvar

Hleðslustöð, Rafmagnsbíll, Rafstöð, Rafhleðsla, Rafbílahleðslustöð, Álagsstýring, Gjaldtökukerfi, Rafbílastæði, Snjallmælir, Tvinnbíll, Hybrid, Heimahleðsla, Heimahleðslustöð

EFLA veitir íbúum fjölbýlis- og einbýlishúsa og fyrirtækjum heildstæða ráðgjöf um val á hleðslustöðvum fyrir rafbíla og skipulag rafbílastæða. 

Tengiliðir

Nokkur atriði koma til álita við kaup á rafmagnsbíl. Þannig þarf að skoða hvort aðstæður við heimilið og vinnustaðinn séu þannig að hægt sé að hlaða rafhlöður bílsins. Þá þarf að skoða hvað bíllinn tekur mikið rafmagn og leggja mat á hleðslutíma bílsins. Meðfram fjölgun rafbíla vaknar einnig sú spurning hjá húsfélögum fjölbýlishúsa og fyrirtækjum hvernig skuli haga rafbílahleðslu, skipulagningu bílastæða, lagnaleiðum og fyrirkomulagi reksturs á rafbílastæða. 

Allt eru þetta atriði sem ráðgjafar EFLU geta hjálpað með og aðstoðað við að útfæra heppilegustu lausn fyrir rafbílinn og hleðslustöð fyrir hann. Starfsfólk EFLU hefur víðtæka reynslu af hönnun rafkerfa fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er ráðgjöfin ávallt sjálfstæð og óháð söluaðilum.

Húsfélög og hleðslustöðvar

Frá 2019 til 2022 ætlar Reykjavíkurborg, OR og Veitur að veita húsfélögum styrki vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla við fjöleignarhús í Reykjavík. EFLA veitir húsfélögum ráðgjöf varðandi þá möguleika sem eru í boði og aðstoðar við að taka fyrsta skrefið í þessu ferli. Hægt er að fá ráðgjöf varðandi öll fjögur skrefin í ferlinu (sjá nánar mynd og útskýringartexta fyrir neðan) eða velja hluta af þjónustunni. 

Sendu okkur tölvupóst og við verðum í sambandi við þig varðandi fyrirkomulag, kostnað og aðrar upplýsingar. 

Ferlið er eftirfarandi

Rafhleðslustöðvar við fjölbýlishús - þjónustuferill

Nánari útskýringar á fyrirkomulagi og ferli

Skref 1) Spurningalisti og þarfagreining:

Þú sendir okkur tölvupóst og færð sendan rafrænan spurningalista sem við biðjum þig um að svara um þarfir húsfélagsins, umfang og fyrirkomulag hleðslustöðva. Eftir yfirferð spurningalistans sendum við þér fast verð í ástandsskoðunina sem þú tekur afstöðu til. Í kjölfarið ákveðum við saman dagsetningu til að framkvæma ástandsskoðun og förum yfir í skref 2.

Skref 2) Ástandsskoðun og úttekt á stað:

Við komum á staðinn (eftir yfirferð spurningalistans) og gerum ástandsskoðun við húsið þitt. Í því felst skoðun aðstæðna á staðnum, þ.e. legu rafbílastæða, skoðun á rafmagnstöflu, áætlum heppilega leið fyrir uppsetningu hleðslustöðva og tegund kerfis sem hentar í húsnæði. Eftir skoðunina er skýrslu skilað til húsfélags með niðurstöðum. Þegar þessu skrefi lýkur er hægt að fara yfir í skref 3 og óska eftir tilboði í kostnaðaráætlun og magnskrá.

Skref 3) Kostnaðaráætlun og magnskrá:

Við útbúum kostnaðaráætlun og magnskrá fyrir uppsetningu á rafbílahleðslustöðvunum miðað við ástandsskoðun. Þessi gögn nýtast til að fá tilboð í verkið frá rafverktaka sem dregur rafmagn og setur upp hleðslustöðvar. Eftir þetta er hægt að fara í skref 4 og fá aðstoð við að sækja um styrk til Reykjavíkurborgar.

Skref 4) Gögn fyrir styrktarbeiðni:

Við aðstoðum við gerð umsóknar fyrir húsfélög til þess að þau geti sótt um styrk frá Reykjavíkurborg til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. 

Fáðu ráðgjöf við val á hleðslustöð

Við aðstoðum við val á hleðslustöð sem hentar þínu heimili eða vinnustað. Heyrðu í okkur og við förum í málið með þér.

Að auki veitum við ráðgjöf um:

Val á hleðslustöð

Margir söluaðilar selja hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla og eru tækin misjöfn bæði hvað varðar kostnað, hleðsluhraða, rafmagnsöryggi, stýringar og gjaldtökukerfi. 

Mikilvægt er að skoða þéttleika hleðslustöðvanna, t.d. þarf hleðslustöð sem stendur úti að vera þéttari gagnvart raka en sú sem sett er upp í bílskýli eða bílakjallara. Meta þarf hvort hleðslustöðin eigi að þjóna einum bíl eða breiðri flóru bíltegunda með mismunandi aflþörf. Þá verður að hafa í huga að með aukinni drægni rafbíla þarf aflmeiri stöðvar.


Öryggismál

Aldrei má slá af kröfum um öryggi rafbúnaðar og afar mikilvægt er að vandað sé til verksins. 

Gæta þarf að raflögn hússins sé aðlöguð að hleðslustövum því hleðslustöðvar taka mikið rafmagn sem getur valdið bruna ef ekki er rétt að málum staðið. Í bílastæðahúsum og á stórum bílastæðum fyrirtækja þarf sérstaklega að huga að brunavörnum og viðbrögðum við bruna í rafbílum.


Raflagnir og stýringar

 Ástand raflagna við húsnæði er mismunandi og leggja þarf til dæmis mat á hámarksafl í rafmagnstöflu og heimtaug til að tryggja að aflið sé nægilega mikið fyrir rafbílahleðslu. 

Hugsanlega þarf að leggja nýjan streng að hleðslustöðinni og yfirfara rafbúnað í rafmagnstöflu og uppfæra ef þörf er á. Fyrir fjölbýlishús og vinnustaði þarf að leggja strengi að hleðslustæðum. Ef stýra þarf raforkunotkuninni þarf einnig að leggja fjarskiptastrengi að hleðslustöðvunum.


Skipulag bílastæða

Aðgengi að bílastæðum og staðsetning hleðslustöðva skiptir miklu máli til þess að rafhleðslan nýtist sem best fyrir bíla íbúa, gesta og starfsmanna. 

Mikilvægt er að staðsetning bílastæða sé í sátt við aðra notendur stæðanna. EFLA hefur mikla reynslu af hönnun og skipulagi bílastæða hvort sem er við einbýli, fjölbýli eða á öðrum fjölförnum stöðum. Taka þarf mið að þróun næstu áratuga þegar rafbílastæði eru skipulögð.


Innviðir 

Rafmagnsheimtaug að húsinu, rafdreifing veitufyritækis á svæðinu og aðgengi að fjarskiptum eru mikilvægir þættir. Ef um er að ræða stórt kerfi með mörgum rafbílum er nauðsynlegt að hafa samráð við veitufyrirtæki til að athuga hvort næg raforka sé fyrir hendi. 

Jafnframt þurfa sum rafbílahleðslukerfi að tengjast tölvukerfum hjá notanda eða einhvers staðar í heiminum eins og gjarnan tíðkast. Einnig er algengt að rafbílahleðslukerfin tengist tölvukerfum gegnum farsíma.


Á meðal þjónustusviða

  • Aðstoð við val á rafbílahleðslustöðvum
  • Ráðgjöf um öryggi í umgengi um hleðslustöðvar og viðbrögð við bruna
  • Hönnun raf-, stýrikerfa og innviða
  • Ráðgjöf varðandi staðsetningu og fjölda rafbílastæða
  • Umferðarskipulag og hönnun bílastæða
  • Kostnaðaráætlun

Við viljum endilega heyra í þér og athuga hvort við getum aðstoðað þig með þessi mál. Sendu okkur endilega línu og við höfum samband við þig um hæl.

Algengar spurningar og svör

Er rafmagnstaflan nægilega stór (aflmikil)?

Já, gerðu ráð fyrir því. Hugsanlega þarf að hlaða bílinn utan álagstíma t.d. á meðan matseld á sér stað eða yfir nóttina. Þá getur verið góður valkostur að kaupa stýringu með hleðslustöðinni. Ef um er að ræða fjölbýli eða vinnustað er svarið það sama. Þú þarft að öllum líkindum að aðlaga rafmagnstöfluna að nýrri notkun en ekki gera ráð fyrir að þurfa að stækka heimtaugina. 

Þarf ég að setja sérstakann lekaliða (lekastraumsrofa) í rafmagnstöfluna fyrir hleðslustöðina?

Það er mismunandi. Það þarf ekki ef hleðslustöðin er búin eigin lekaliða en annars þarf að öllum líkindum að skipta út núverandi lekaliða eða bæta við réttum lekaliða í töfluna.

Þarf ég að skipta um tengil fyrir hleðslustöðina?

Já en gerðu ráð fyrir að fasttengja stöðina. Það kostar ekki meira heldur en að skipta um tengil. Venjulegir tenglar eru ekki gerðir fyrir langvarandi álag og geta brunnið að lokum. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga með tvinnbíla.

Er strengurinn nægilega sver fyrir hleðslustöðina?

Strengurinn frá töflu að hleðslustöðinni þarf að geta borið strauminn sem þarf til að hlaða bílinn. Skoða þarf í samhengi hleðslustöðina, strenginn og öryggið í töflunni. Þannig getur of grannur strengur gengið of heitur og þá yfirhitna leiðararnir í honum og geta valdið bruna. Það getur verið hættulegt að snerta slíkan streng. Rafvirkjar þekkja vel til þessara atriða og nauðsynlegt er að fá ráðgjöf frá fagaðila.

Er dýrt að ræða við EFLU um þessi mál?

Sláðu á þráðinn til okkar í síma 412 6000 eða sendu okkur línu og við tökum spjallið með þér.

Get ég fengið styrk til að koma mér upp rafbílahleðslu?

Borgarráð Reykjavíkurborgar, OR og Veitur veita styrki vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla við fjölbýlishús í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar.  Við veitum ráðgjöf varðandi fyrstu skref í þessu máli. Þú getur sent okkur tölvupóst og svarað stöðluðum spurningalista sem við förum yfir, í kjölfarið gerum við ástandsskoðun. 

Umsóknareyðublað

Styrktarreglur

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei