Tækniteiknun
Tækniteiknari, teiknistörf, Teiknikerfi
Tækniteiknun er einn af lykilþáttum á þjónustusviði EFLU.
Þrautþjálfað teymi teiknara sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir önnur svið fyrirtækisins, allt frá götum, brúarmannvirkjum og byggingum til orkuvera og álvera.
Tengiliðir
Kamilla Mjöll Haraldsdóttir Tækniteiknari Sími: +354 412 6148 / +354 665 6148 Netfang: kamilla.mjoll.haraldsdottir@efla.is Reykjavík
Tækniteiknarar vinna ekki aðeins sérhæfð teiknistörf heldur annast þeir líka frágang og faglega umsjón með teikningum og tilheyrandi gögnum með hliðsjón af gæðastöðlum.
Í störfum þeirra felst einnig kerfisstjórnun teiknikerfa, framsetning og kynning gagna, og stjórnun skjalavistunar auk ýmissa skipulagsstarfa og sérhæfðra skrifstofustarfa.
Mikilvægir tengiliðir verkefna
Tækniteiknarar eru ómissandi tengiliðir milli ráðgjafa, hönnuða og iðnaðarmanna og annarra verktaka.
Á meðal þjónustusviða eru
- Sérhæfð teiknistörf
- Frágangur og fagleg umsjón með teikningum
- Kerfisstjórnun teiknikerfa
- Framsetning og kynning gagna