Umferðarhávaði

Hávaði frá umferð, Umferð, Ökutækjahávaði, Flugumferðarhávaði, Hávaðamörk, Flughávaði, Hávaðamengun, Ökutækjahávaði, Hljóðkort, Samgönguhávaði

Undanfarin ár hefur áhersla og umfjöllun um hljóð og hávaða aukist, sérstaklega í þéttbýli. Rannsóknir hafa sýnt að of mikil hávaðaáraun getur haft neikvæð áhrif á heilsu og velferð manna. 


EFLA veitir þjónustu í útreikningum á umferðarhávaða bæði frá umferð ökutækja og flugumferð. Þær niðurstöður veita mikilvægar forsendur fyrir hönnun bygginga, sérstaklega á þéttingarsvæðum þar sem umferðarhávaði getur verið mikill.

Tengiliður

Undanfarin misseri hefur byggð verið skipulögð á þéttingarreitum á höfuðborgarsvæðinu og eru þessir reitir gjarnan í miklum umferðarhávaða. Til að tryggja að kröfur um hljóðstig innandyra séu uppfylltar er mikilvægt að hávaðinn sé kortlagður nákvæmlega og í kjölfar þess framkvæmdir hljóðeinangrunarútreikningar m.t.t. væntanlegs hljóðstigs innandyra. 

Með þessum aðferðum má hanna hljóðláta loftun og uppbyggingu hljóðeinangrandi glerja þannig að kröfur reglugerða séu uppfylltar.

Mikilvægar upplýsingar 

Með útreikningum á umferðarhávaða fást mikilvægar forsendur fyrir hönnun bygginga, sérstaklega á þéttingarsvæðum þar sem umferðarhávaði getur verið mikill.

Þjónusta hljóðvistarsviðs 

Hljóðvistarsvið EFLU hefur aflað sér verulegrar þekkingar og öðlast mikilvæga reynslu á þessu sviði. Frá árinu 1999 hefur hugbúnaðurinn SoundPLAN verið notaður við mat á hávaðadreifingu og til að kortleggja hávaða. Í hugbúnaðinum er mögulegt að útbúa líkön af hávaðauppsprettum og dreifingu hávaðans til þess að útbúa hávaðakort og þversnið með eða án hljóðvarna. Mögulegt er að hanna hljóðvarnir og/eða hljóðmanir í SoundPLAN og flytja hönnunina yfir í CAD hugbúnað.

Fjölbreytt aðkoma að verkefnum

Á undanförnum árum hefur EFLA unnið að fjölbreytilegum verkefnum er  varða umferðarhávaða, t.d. samgönguverkefni, skipulagsverkefni og rannsóknarverkefni. Vinna við deiliskipulag krefst að öllu jöfnu náins samstarfs við hönnuði og sveitarfélög til þess að lágmarka hávaða  utandyra í íbúðahverfum og uppfylla kröfur reglugerða. Oftast nær er þörf á hljóðvistargreiningu við hönnun eða endurhönnun vega, sér í lagi þegar verið er að hanna hljóðvarnir.

Mælitæki frá Norsonic og Brüel og Kjær eru notuð til mælinga á hljóði og titringi bæði innan- og utandyra frá umferð og ýmisskonar atvinnustarfsemi.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei