Viðbragðs- og rýmingarmál
Viðbragðsáætlun, Viðbragðsáætlanir, Rýmingarmál, Áhættugreining, Rýmingaráætlanir, Öryggisáætlun
Ráðgjafar EFLU hafa víðtæka reynslu af því að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög varðandi viðbragðs- og rýmingarmálefni.
EFLA leggur mikinn metnað í að sérsníða lausnir fyrir viðskipavini sína og tryggja þannig að tekið sé tillit til notenda, starfsemi og sértækra aðstæðna hverju sinni.
Tengiliður
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Viðbragðsáætlanir
Markmiðið með viðbragðsáætlunum er að skilgreina rétt viðbrögð við þeim frávikum sem upp kunna að koma til þess að tryggja öryggi fólks, stuðla að eignavernd og takmarka rekstrarstöðvun. Þegar um flókna starfsemi er að ræða er gjarnan gerð áhættugreining til þess að skilgreina og meta þær hættur sem fjalla þarf um í viðbragðsáætlun.
Rýmingaráætlanir
Markmiðið með rýmingaráætlunum er að skilgreina hvenær og hvernig rýming byggingar fer fram, lýsa flóttaleiðum, verkaskiptingu og verkferlum til að tryggja að rýming fari fram á skipulagðan og öruggan hátt. Gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana er gjarnan fylgt eftir með kynningu og námskeiði fyrir þá sem dvelja eða vinna í byggingunni.Alltaf unnið í nánu samstarfi við starfsfólk vinnustaðarins
EFLA leggur ríka áherslu á að öll vinna við viðbragðs- og rýmingarmál sé unnin í nánu samstarfi við starfsfólk og stjórnendur á hverjum stað. Það skiptir máli að byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem er til staðar og fá innsýn frá tilvonandi notendum áætlunarinnar.
Á meðal þjónustusviða eru
- Viðbragðs- og rýmingaráætlun
- Námskeið fyrir starfsfólk
- Rýmingaræfing
- Flóttaleiðamyndir
Hversu oft þarf að uppfæra viðbragðs- og rýmingaráætlun?
Gott er að fara yfir viðbragðs- og rýmingaráætlun einu sinni á ári og kanna hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað sem kalla á uppfærslu. Eins er nauðsynlegt að uppfæra viðbragðs- og rýmingaráætlun þegar breytingar eru gerðar á húsnæði eða starfsemi.
Þarf fyrirtækið mitt að vera með rýmingaráætlun?
Öll fyrirtæki og heimili ættu að hafa rýmingaráætlun. Það ferð eftir eðli starfseminnar hversu viðamikil áætlunin þarf að vera.