Vistvæn hönnun og BREEAM vottanir

BREEAM, BREEM, BREAM, Vistæn hönnun, Vistvænar byggingar, Vottun bygginga, Byggingavottun, Vistvæn byggingarvottun, Umhverfisvottun bygginga, Vistvottunarkerfi, Vottun bygginga

Markmið vistvænnar hönnunar og vottunar er að byggingar og innviðir hafi sem minnst umhverfisáhrif á líftíma sínum, séu heilsusamlegir fyrir notendur og að viðhaldsþörf verði sem minnst.


EFLA hefur verið brautryðjandi í vistvænni hönnun og vottun bygginga hérlendis og veitir öfluga ráðgjöf þar að lútandi. Vistvæn vottun er gerð skv. vistvottunarkerfum eins og t.d. BREEAM.

Tengiliðir

Vistvottunarkerfi hafa verið þróuð til að ná fram meiri sjálfbærni í byggingariðnaði og hefur færst í vöxt að eigendur bygginga óski eftir vottun á vistvæni þeirra.

BREEAM vottunarkerfið

Við vistvæna hönnun og vottun bygginga skv. alþjóðlega BREEAM vottunarkerfinu er lagt mat á marga mismunandi þætti eins og:

  • Umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
  • Góða innivist sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar
  • Góða orkunýtni og vatnssparnað
  • Val á umhverfisvænum byggingarefnum
  • Úrgangsstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
  • Viðhald vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis
  • Lágmörkun ýmis konar mengunar frá byggingu t.d. varðandi frárennsli og ljósmengun

Margþættur ávinningur

Vistvæn hönnun leiðir til minni umhverfisáhrifa af byggingunni á líftíma hennar samanborið við hefðbundna byggingu. Einnig leiðir vistvæn hönnun af sér betri innivist, hefur jákvæð áhrif á ímynd og eykur vellíðan notenda byggingarinnar.



Þau verkefni sem EFLA hefur komið að varðandi vistvæna hönnun og vottun eru t.d. Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði og skrifstofubygging að Höfðabakka 9. Þessar byggingar hafa báðar hlotið fullnaðarvottun BREEAM. 

Einnig sá EFLA um ráðgjöf við Sjúkrahótelið fyrir Nýja Landspítalann sem hlotið hefur hönnunarvottun skv. BREEAM vottunarkerfinu.

Svansvottun fyrir nýbyggingar

Svanurinn er vel þekkt norrænt vottunarkerfi, sem vottar ýmsar vörur og þjónustu út frá ákveðnum viðmiðum. Viðmið Svansins fyrir nýbyggingar voru fyrst tekin í notkun árið 2003, byggingar sem falla undir þau viðmið eru:

  • einbýlis-, par- og raðhús,
  • fjölbýlishús,
  • leik- og grunnskólabyggingar
  • þjónustuíbúðir fyrir aldraða
  • sumarbústaðir
Við hönnun og vottun bygginga skv. kröfum Svansins er tekin lífsferilsnálgun og bygging metin út frá mörgum þáttum sem tryggja góða innivist, gæðastjórnun í byggingarferlinu, hagkvæma orkunotkun, gerð rekstrar- og viðhaldsáætlunar og að settar séu strangar kröfur um innihald skaðlegra efna í byggingunni.

EFLA veitir ráðgjöf og verkefnastýringu yfir Svansvottun nýbygginga fyrir fasteignafélög, opinbera aðila og aðra verkkaupa.

Þjónustusvið vistvænnar hönnunar

Hjá EFLU starfa viðurkenndir matsmenn fyrir BREEAM vottunarkerfið og veita ráðgjöf við vistvottun fyrir byggingar og útfærslu tæknilegra lausna á sviði: 

  • Rafkerfa og lýsingar
  • Lagna og loftræsingar
  • Orkunýtni
  • Hljóðvistar og efnisvals
  • Frárennslismála og úrgangsmála
  • Loftmengunar
  • Vistfræðilegs gildis lóða
  • Grænna lausna fyrir þök
  • Vistvænna samgagngna og hönnunar hjóla- og göngustíga
  • Umhverfis- og öryggisstjórnunar á verktíma
  • Líftímakostnaðargreiningar (LCC)
  • Virkni- og viðtökuprófana
  • Ráðgjafar við vistvottun með viðurkenndum BREEAM matsmönnum 

Ávinningur vistvænnar hönnunar

  • Vistvæn hönnun leiðir til minni umhverfisáhrifa af byggingunni yfir vistferli hennar, allt frá vali á byggingarefnum, rekstri byggingarinnar til förgunar byggingarhluta eða allrar byggingarinnar.

  • Vistvæn hönnun leiðir af sér betri innivist og hefur jákvæð áhrif á vellíðan notenda byggingarinnar. Ímynd gagnvart notendum byggingarinnar og hagsmunaaðilum verður betri. Erlendis hefur verið sýnt fram á að virði bygginga með vistvæna hönnun eykst. Engar rannsóknir liggja þó fyrir hérlendis enn sem komið er.

  • Vinnulag við vistvæna hönnun kallar á samþættari hönnun sem skilar sér í enn betra mannvirki fyrir vikið.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei