Orkuráðgjöf fyrir byggingar
Orkulíkan, Orkulíkön, Orkurammi, Orkuþörk, Orkukostnaður, Innivist
EFLA tekur að sér gerð orkulíkana og útreikninga á orkuramma fyrir byggingar samkvæmt núverandi kröfum byggingarreglugerðar.
EFLA býður jafnframt upp á orkuráðgjöf og gerð orkulíkana fyrir eldri byggingar.
Tengiliður
Harpa Sif Gísladóttir Vélaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6119 / +354 848 9076 Netfang: harpa.gisladottir@efla.is Reykjavík
Tilgangur orkulíkana er að sjá fyrir orkuþörf bygginga strax á hönnunarstigi, þannig gerir eigandinn sér betur grein fyrir orkukostnaði við rekstur mannvirkja þegar húsið er tekið í notkun.
Samkvæmt byggingarreglugerð er gerð krafa um að skilað sé inn útreikningum á orkuramma bygginga. Í því felst að reikna einangrunargildi einstakra byggingarhluta og veita ráðgjöf um uppbyggingu á ytra byrði mannvirkja, svo ákvæði byggingarreglugerðar séu uppfyllt.
Úrbætur til lækkun orkukostnaðar
Orkukostnaður er sífellt að verða stærri hluti af rekstrarkostnaði bygginga og því mikilvægt að greina orkunotkun og hvar hægt er að gera úrbætur og draga þannig úr kostnaði.
Á meðal þjónustusviða eru
- Orkulíkön og ráðgjöf í byggingum
- Útreikningar á orkuramma