Hönnun í BIM umhverfi
BIM, Building Information Modelling, Hönnunarlíkan
BIM (Building Information Modelling) er aðferðarfræði við að búa til hönnunarlíkan fyrir byggingu og kerfin sem henni tilheyra. Hönnunarlíkanið, ásamt þeim upplýsingum sem í því eru, er síðan hægt að greina, herma og sannreyna áður en byggingin er byggð.
Tengiliður
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Greining á hönnunarlíkani getur verið sjónræn og býður EFLA m.a. upp á þjónustu við að færa hönnunarlíkön yfir í sýndarveruleika. Greining á líkani getur einnig farið fram vélrænt og EFLA hefur hugbúnaðarlausnir til að árekstrargreina hönnunarlíkön.
Orkuútreikningar, hljóðvistar- og brunatæknilegar greiningar eru einnig dæmi um greiningar sem unnt er að vinna á grunni BIM hönnunarlíkana. Til að tryggja að réttar upplýsingar séu aðgengilegar fyrir slíkar greiningar vinnur EFLA með verkkaupa og meðhönnuðum í upphafi verks að skilgreiningu BIM markmiða fyrir verkefnið.
Skilvirkt upplýsingaflæði
BIM snýst einnig um að upplýsingaflæði sé gott meðan á hönnun og framkvæmd stendur. Til þess að stuðla að því hefur EFLA tekið í notkun skýþjónustu sem veitir öllum sem að verkefninu koma sjónaðgang að uppfærðum hönnunarlíkönum allt til verkefnisloka.
Eykur gæði í hönnun
EFLA lítur á BIM sem eðlilegan part af hönnunarferli bygginga. Með skýrri BIM markmiðssetningu í upphafi verks má stuðla að meiri gæðum í hönnun og betri yfirsýn yfir verkefnistímann.
Á meðal þjónustusviða eru
- BIM hönnunarstjórnun
- Hönnun í hlutbundnum byggingarlíkönum
- Árekstragreiningar milli faglíkana
- Tíma- og áætlanagerð
- Greiningar á byggingum og umhverfi
- Samræmd gerð teikninga úr byggingarlíkönum
- Gerð reyndarlíkana af byggingum fyrir fasteignaumsjónarkerfi
- Framsetning hönnunar í sýndarveruleika
- Þrívíddarskönnun bygginga
- BIM 360 Glue - skýþjónusta sem veitir verkefnisaðilum sjónaðgang að hönnunarlíkönum
- BIM 360 Docs - verkefnavefur