Iðnaður

Áhættumat starfa, heilsu, öryggis og vinnuverndarmál

Vinnuverndarmál, Áhættumat starfa, Áhættumat heilsu og öryggis, Vinnuvernd, Hollustuhættir, Öryggi á vinnustöðum, Vinnuvernd, Vinnuverndarlög, Heilbrigði á vinnustað

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlögin) nr. 46/1980, ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun, sem byggir á áhættumati, um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.


EFLA er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðismála og veitir heildstæða þjónustu í öryggis- og vinnuverndarmálum.

Áhættustjórnun og áhættugreiningar

Áhættustjórnunarkerfi, Áfallaþolsgreining, Atburðastjórnun Áfallaþolsgreiningar, Áhættugreining, Sprengigreining

Áhættur í samfélaginu breytast með tíð og tíma og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra. 


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu á breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar og veita fjölbreytta þjónustu á sviðinu.

CE merkingar

CE, Merking, Eftirlit, Iðnaðarferlar, CE vottun, CE ráðgjöf

Samkvæmt Evróputilskipun skulu merkingar á búnaði og kerfi vera CE merkt, meðal annars til að tryggja öryggi.


Hjá EFLU starfar sérhæft teymi sem veitir alhliða ráðgjöf varðandi CE merkingar.

Drykkjariðnaður

Drykkur, Bjór, Mjólk, Safi, Áfengi, Gos, Framleiðsla

EFLA býður upp á fjölbreytta og heildstæða þjónustu við drykkjariðnaðinn. EFLA hefur áratugareynslu af ráðgjöf, hönnun, framkvæmdaeftirliti og gangsetningum innan geirans. Reynslan felst meðal annars í hönnun og vali á lögnum og búnaði ásamt gerð kerfismynda. 


EFLA hefur sinnt forritun fyrir mjólkuriðnaðinn, áfengisframleiðslu og öl- og gosdrykkjaframleiðslu um árabil.

Fiskeldi

Sjávarútvegur, Fiskur, Bolfiskur

EFLA hefur veitt fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi þjónustu um áratugaskeið og hefur sinnt verkefnum tengdum fiskeldi á ýmsum sviðum. 

Fjarskipti

Fjarskiptamál, Fjarskiptagrunnur, Ljósleiðari, Gagnaver, Rafkerfi, Ljósleiðarkerfi, FTTH

Fjarskipti mynda grundvöllinn að rekstri tölvukerfa og annarra sérhæfðra rafkerfa, sem stöðugt verða stærri og stærri hluti af byggingarverkefnum.


Sérfræðingar EFLU búa yfir margra ára reynslu á þessu sérhæfða og krefjandi sviði og veita ráðgjöf varðandi fjarskipta- og gagnadreifingu, sérhæfð rafkerfi, ljósleiðarkerfi og gagnaver. 

Framkvæmdaáætlanir

Framkvæmdaráætlanir, Áætlanir vegna framkvæmda, Framkvæmdir, Skipulag framkvæmda, Framkvæmdastjórnun, Eftirlit með framkvæmdum, Skipulag eftirlits

Gerð framkvæmdaáætlana er nauðsynlegur undirbúningur framkvæmda og eftirlits með framkvæmdum. Starfsfólk EFLU býr yfir bæði þekkingu og reynslu til að skipuleggja framkvæmdir af ýmsu tagi.

Framleiðslukerfi

hugbúnaðarlausn, stafrænar upplýsingar, framleiðsluferli, verksmiðjuumhverfi, vélbúnaðarframleiðendur, Gagnabrú, hugbúnaðarkjarni,

EFLA hefur um árabil unnið með fyrirtækjum í framleiðslu og iðnaði. Starfsfólk hefur mikla þekkingu á stjórnkerfum, iðnvélum og skjákerfum sem notaðar eru í starfseminni ásamt öðrum hugbúnaði, en þessi kerfi tala ekki endilega saman. Mikill ávinningur getur falist í því að tengja þessi kerfi saman til að þau geti miðlað upplýsingum sín á milli og til þess að fá betri yfirsýn yfir framleiðsluna.

Fráveitur og ofanvatnskerfi

Ofanvatnslausnir, Veitukerfi, Fráveitukerfi, Fráveitumál, Innviðir, Fráveituhreinsun, Veitumannvirki, Blágrænar ofanvatnslausnir, Skólphreinsun, Flóðaútreikningar, Salernislausnir, Þurrklósett.

Fráveitur og örugg veitukerfi eru ein af grunnstoðum nútíma velferðarsamfélags og er EFLA leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja.

Gagnavinnsla og veflausnir

Vefgátt, Veflausn, Gögn, Gagnagátt, Gagnasöfnun, Mælaborð, Sjálfvirkar skýrslur, Rekjanleiki, Rekjanleikakerfi, OEE, Skýjalausnir, Internet of things, Birting gagna, Tölvusjón, Hugbúnaður

EFLA sérhæfir sig í úrvinnslu gagna frá mælitækjum, stjórnbúnaði og gagnagrunnum. Lausnirnar eru ýmist staðlaðar eða sérsmíðaðar, allt eftir eðli og umfangi verksins.


Góðar ákvarðanir byggja á réttum upplýsingum og með öflugri gagnavinnslu næst aukin yfirsýn og skilningur fyrirtækja á eigin gögnum.

Göngu- og hjólastígar

Göngustígur, Göngustígar, Hjólastígur, Hjólastígar, Hjólreiðar

Hjólreiðar eru sífellt að verða algengari ferðamáti bæði innanlands og erlendis. Um allan heim er litið til hjólreiða sem hluta af lausninni við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og útþenslu gatnakerfisins.


Starfsmenn EFLU hafa mjög góða þekkingu á kröfum og aðstæðum hjólreiðamanna og veita fjölþætta þjónustu á því sviði. Verkefnin spanna allt frá rýni á útfærslum og skipulagi til forhönnunar lausna sem og endanleg hönnun þeirra.

Hávaðastjórnun

Hávaði, Stjórnun hávaða, Umhverfishávaði, Hljóðvist, Hljóðtruflun

Hávaði í umhverfinu og innan bygginga er vaxandi vandamál. EFLA veitir ráðgjöf til að sporna við hávaðaútbreiðslu og við að draga úr og einangra fyrir hávaða.

Hitaeftirlit

Hitaútgeislun, Innfrarautt, Innrautt, Hitamyndavélar

Allir hlutir gefa frá sér hitaútgeislun og með því að skoða hluti í innrauða sjónsviðinu er hægt að meta ástand þeirra nákvæmlega.


EFLA býður upp á úrval lausna á sviði hitaeftirlits og hefur á að skipa hópi sérfræðinga í myndgreiningu og mælingum með hitamyndavélum.

Hitaveitur

Hitaveita, Upphitun, Lagnakerfi, Hitakerfi, Veitur, Jarðvarmi, Jarðhiti, Fjarvarmi

Jarðvarminn er ein af mikilvægustu auðlindum Íslendinga og er nauðsynlegt að virkja hann á hagkvæman og skynsaman hátt til að tryggja sjálfbæra og umhverfisvæna nýtingu.


Ráðgjafar EFLU búa yfir 30 ára reynslu af hönnun, eftirliti og ráðgjöf varðandi rekstur á hitaveitum. Einnig hafa ráðgjafar víðtæka reynslu af hönnun veitumannvirkja, stjórnbúnaðar, dælustöðva og veitukerfa.

Hljóðvistarráðgjöf

Hljóðvist, Hávaði, Hávaðastjórnun, Hljóð, Innivist, Hljóðráðgjöf

Góð hljóðvist í byggingum er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu, vellíðan og einbeitingu notenda.


Starfsfólk EFLU hefur yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu í hljóðhönnun bygginga af öllum stærðum og gerðum hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur á húsnæði.

Hússtjórnarkerfi

Loftræsikerfi, Stjórnunarkerfi húsa, Hústjórnunarkerfi, Loftræstikerfi, Hitastig, Loftræsting, Loftræsing, Orkunýting húsa, Öryggiskerfi

Hússtjórnakerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum. Hlutverk þessara kerfa er að einfalda rekstur fasteigna.


EFLA hefur áratuga reynslu af gerð hússtjórnarkerfa.

Iðnaðarlagnahönnun

Lagnahönnun, Iðnaður, Cadworx, Cad, Autocad

EFLA hefur áralanga reynslu af hönnun í umhverfi sem býður upp á skilvirkari hönnunarvinnu, einkum við iðnaðarlagnir.

Iðnstýringar

Framleiðsla, Framleiðsluferlar, Sjálfvirknistýring, Stjórnkerfi, Eftirlitskerfi, Stjórn- og eftirlitskerfi, Sjálfvirkni

Meginhlutverk iðnstýringa er að auka sjálfvirkni og afkastagetu hjá framleiðslufyrirtækjum með það að markmiði að auka framleiðni og tryggja öryggi starfsmanna.


Sérfræðingar EFLU hafa víðtæka reynslu í hönnun iðnstýrikerfa og þjónustu þar að lútandi.

Jarðgöng

Jarðgangagerð, Jarðgangnagerð, Veggöng, Undirgöng

Sérfræðingar EFLU hafa mikla og fjölbreytta reynslu af jarðgangagerð bæði vegganga og vatnsaflsganga. Þannig höfum við t.d. séð um hönnun jarðgaga, verkeftirlit, hönnun fjarskipta, raflagna, lýsingar og hönnunarstjórnun. 

Jarðskjálftahönnun

Markmiðsbundin jarðskjálftahönnun, Jarðskjálftar, Náttúruvá, Skjálfti

Jarðskjálftar eru ein af mörgum náttúruvám á Íslandi og býður EFLA upp á heildarþjónustu við greiningu og hönnun á mannvirkjum gagnvart jarðskjálftaálagi. Í því felst allt frá tölfræðilegum greiningum á áhrifum jarðskjálfta yfir í nákvæmar útfærslur á burðarvirkjum sem og útfærslur á búnaði og ekki berandi mannvirkjahlutum.

Kostnaðar- og tímaáætlanir

Kostnaðaráætlun, Kostnaðaáætlun, Áætlun kostnaðar, Tímaáætlun, Tíma áætlun, Áætlanagerð

Kostnaðar- og tímaáætlanagerð eru hornsteinn góðrar verkefnastjórnunar. Góðar og ítarlegar áætlanir gefa betri mynd af hverju verkefni og aðstoða við að skipuleggja og stýra framkvæmdum. 


Starfsmenn EFLU búa yfir áratuga reynslu af gerð slíkra áætlana og liggur mikil þekking og gagnasöfnun á bak við gerð kostnaðar- og tímaáætlana.  

Landtengingar skipa

Raftenging, Skip, Uppsjávarskip,

Orkuskipti í íslenskum höfnum er eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í tengslum við loftslagsaðgerðir. EFLA hefur unnið að lausnum varðandi landtengingu rafmagns í skipum. Slíkur ávinningur er bæði fjárhagslegur og umhverfislegur fyrir fyrirtæki.

Ljósleiðarakerfi

Fjarskiptakerfi, Fjarskipti, Fjarskiptafyrirtæki, Ljósleiðari

EFLA hefur veitt fjarskiptafyrirtækjum, orkufyrirtækjum, sveitarfélögum o.fl. þjónustu á sviði ljósleiðarakerfa og tengdra verkefna og komið að ljósleiðaraverkefnum, stórum sem smáum um land allt.

Lýsingarhönnun

Lýsing, Lýsingarkerfi, Lýsingarhönnuður, Lýsingartækni, Innivist

EFLA sérhæfir sig í hönnun lýsingar í allar gerðir mannvirkja og hafa fjölmörg verkefni fyrirtækisins hlotið verðlaun  fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun. 


EFLA hannar lýsingar- og ljósastýrikerfi í allar gerðir mannvirkja fyrir almenna lýsingu, sérlýsingu og skrautlýsingu jafnt utandyra sem innan.

Myndgreining

Framleiðsluferlar, Myndeftirlitstæki

Með myndgreiningu er hægt að sjálfvirknivæða flókna og jafnvel hættulega framleiðsluferla. Einnig gefur myndgreining möguleika á að gera margs konar mælingar á framleiðsluferlinu og auðveldar gagnasöfnun.

Sérfræðingar EFLU á sviði myndgreiningar hafa mikla reynslu í að þróa og setja upp myndgreiningarlausnir hjá framleiðslu- og iðnfyrirtækjum.

Mælitækni

Mælingar, Mæligögn, Mælikerfi

Hjá EFLU starfa sérfræðingar í mælitæknilausnum og veita alhliða þjónustu í sjálfvirkum mælikerfum og hafa yfir 25 ára reynslu á markaðnum.


Meðal viðskiptavina eru matvælafyrirtæki, fiskvinnslur, vatnsveitur, fráveitur, áliðnaðurinn, vegagerðir og mjólkuriðnaðurinn, bæði innlands sem utan.

Raflagnahönnun

Rafmagn, Hönnun raflagna, Lagnir rafmagns, Smáspennukerfi, Spennukerfi, Rafhönnun, Smáspennukerfi, Lagnir, Afldreifing, Glue, Lagnakerfi, rafhönnun, Revit, Rofar, Smáspennukerfi

Raflagnahönnun í byggingar og önnur mannvirki nær yfir marga ólíka verkþætti. Í raflagnahönnuninni er lagður grunnur að lagnaleiðum, rofum og tenglum, töflum, lýsingu, hús­stjórnarkerfi og öryggiskerfum.


Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði raflagna, lýsingar­hönnunar og smáspennukerfa.

Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja

Öryggiskerfi, Tæknikerfi mannvirkja, Rafmagnskerfi, Tæknikerfi, Gagnaflutningskerfi, Rafkerfi, Rafkerfahönnun, Raforkukerfi

EFLA sérhæfir sig í hönnun rafmagns-, öryggis- og tæknikerfa fyrir byggingar og mannvirki af öllum gerðum og stærðum.

Rannsóknarstofa

Prófanir, Steinsteypa, Jarðtækni, Steypa, Rannsókn, Múr, Sýnataka, Sýni

EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu síðan 1997 og þar eru framkvæmdar rannsóknir og prófanir á múr, steinsteypu og jarðefnum, efnagreiningar á vatni ásamt sýnatöku og greiningu á myglu. 

Sjálfvirkni og gervigreind

Automation, Skilvirkni, Róbót, Robot, Cobot, Cóbót, Vélmenni, Þjarkur

Aukin skilvirkni framleiðslulína næst með aukinni sjálfvirkni og bættri nýtingu. Verðmætasköpun af slíku er umtalsverð, t.d. meiri afkastageta og aukin arðsemi. EFLA veitir alhliða ráðgjöf og aðstoðar við val á sjálfvirknilausnum sem henta viðskiptavininum best.

Sjávarútvegur

Iðnaður í sjávarútvegi, Fiskur, Fiskvinnsla, Fiskeldi, Frystihús, Fiskiðnaður

EFLA hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratugaskeið og veitt sjávarútvegsfyrirtækjum sérhæfðar lausnir sem eru í takt við tækniþróun hvers tíma.

Skjákerfi

Framleiðsluferli, Tækjabúnaður, Stýrikerfi, Skjástýrikerfi, Scada, Framleiðslukerfi, Stjórnkerfi, Skjámyndakerfi

Megin tilgangur skjákerfa er að veita rekstraraðilum yfirsýn yfir framleiðsluferli og stöðu ásamt stjórnun tækjabúnaðar. 


Sérfræðingar EFLU hafa  víðtæka reynslu í hönnun og rekstri skjákerfa fyrir framleiðslu- og mælikerfi.

Stigar og vinnupallar

Þjónustupallar, Göngupallar, Verkpallar, Plant 3D, Plant

Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu í hönnun á stigum, vinnu- og þjónustupöllum fyrir iðnaðarsvæði. Við hönnunina er notaður skilvirkur og hagstæður hugbúnaður, Plant 3D.

Suðueftirlit og suðuskoðanir

Lagnasuða, Suða

Suðueftirlit og mat á samsetningum með suðu eru veigamikill þáttur í framkvæmdum til að tryggja gæði og öryggi.


Sérfræðingar EFLU hafa mikla sérþekkingu í suðuferlum (WPS), stöðlum og búa yfir reynslu af ábyrgðarstjórn suðumála og suðueftirliti með framkvæmdum. Rannsóknarstofa EFLU getur síðan metið gæði samsetninga, suðugæði og suðustyrk.

Sýndarveruleiki (VR)

Virtual reality, VR, Þrívíð, Þrívídd, Þrívíðarlíkan, 3D, 3D reality, Þrívíð

Sérfræðingar EFLU búa yfir margra ára reynslu í tæknilegum lausnum og framsetningu þeirra í þrívíddargrafík og sýndarveruleika. Orðið sýndarveruleiki er notað til að lýsa þrívíðu tölvugerðu gagnvirku umhverfi sem líkir eftir afmörkuðu sviði veruleikans sem notandinn getur skoðað og oftast haft áhrif á með aðgerðum sínum. 

Umferðargreiningar

Umferð, Greining umferðar, Umferðarskipulag, Umferðartækni, Gatnakerfi, Þétting byggðar, Umferðarlíkan

Höfuðborgarsvæðið er í stöðugri þróun og mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu árum hvort sem litið er til breytingar á gatnakerfi, uppbyggingar nýrra hverfa eða þéttingar byggðar. Allar þessar breytingar hafa áhrif á umferð.


EFLA vinnur að ýmsum verkefnum á sviði umferðartækni sem nýtast við vinnslu umferðarskipulags og annarra verkefna sem snúa að umferð. 

Umhverfis- og öryggisstjórnun og vottanir

ISO 14001, ISO 45001, Umhverfisvottun, Umhverfisstjórnun, Umhverfismál, Vottun, Vottanir, Innivist, Áhættumat starfa, Vinnuvernd, Öryggisvottun, Öryggismál

Fyrirtæki, stór sem smá, taka í æ ríkari mæli ábyrgð á eigin áhrifum á umhverfið. 


Sérfræðingar EFLU hafa áralanga reynslu af að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að taka á umhverfismálum í sínum rekstri, allt frá stefnumótun til innleiðingar á heildstæðri vottaðri umhverfisstjórnun, t.d. skv. ISO 14001.

Umhverfisvöktun

Vöktun umhverfis, Loftgæði, Loftgæðavöktun, Vöktunarbúnaður, Loftgæðamælingar, Mengunarmæling, Símæling, Svifryk

Með umhverfisvöktun er fylgst með árangri fyrirtækja gagnvart lagalegum kröfum líkt og starfsleyfis ásamt því að vera lögbundinn upplýsingaréttur almennings.


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu og þekkingu hvað varðar umhverfis­vöktun fyrirtækja ásamt greiningu og birtingu gagna.

Varmadælur

Húshitun, Dælur

Varmadælur geta verið hagkvæmur kostur fyrir þá aðila sem eiga ekki kost á að nýta jarðvarma til húshitunar. EFLA veitir alhliða ráðgjöf varðandi val á varmadælum, allt frá þarfagreiningu til viðhalds og endurnýjun kerfa.

Veg- og gatnalýsing

Lýsing vega, Lýsing gatna, Götulýsing, Veglýsing, Gatnalýsing, Landslagslýsing, Norðurljósamælingar, Gatnalýsingarkerfi

Lýsingarhönnun gegnir mikilvægu hlutverki í gatnahönnun og skipulagsmálum sveitarfélaga. Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölmörg krefjandi og áhugaverð verkefni við gatna­lýsingu, bæði innanlands og erlendis. 


Markmið EFLU er að afhenda góða og hagkvæma lýsingar­hönnun sem fellur sem best inn í landslagið, sé umhverfisvæn og lágmarki ljósmengun.

Verkefnastjórnun

Verkefni, Stjórnun verkefna, MPM, Verkefnastjóri, Verkefnastjórar, Innivist

Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. Gerðar eru kostnaðar- og tímaáætlanir í þeim smáatriðum sem skipta máli til að skila verkefnum áfram á markvissan hátt.


Verkefnastjórar EFLU eru þjálfaðir í að skynja og greina hættur sem stafa kunna að verkefninu og að bregðast við án tafar af reynslu, þekkingu og innsæi.

Viðhaldsstjórnun

Vélar, Viðhald, Framleiðni, Vélbúnaður, Asset management, CMMS, Computerized, maintenance, management system, Fix, Fiix

Markmiðadrifin fyrirtæki gera kröfur um nýtni vélbúnaðar og tækja til að tryggja hámarks framleiðni við notkun þeirra. EFLA hjálpar viðskiptavinum sínum að uppfylla þessar kröfur með hagkvæmri og notendavænni hugbúnaðarlausn í bland við reynslu á sviði viðhalds fasteigna og véla. EFLA er í virku samstarfi við kanadíska hugbúnaðarframleiðandann Fiix.

VitVist - vefverslun EFLU

Matspor, Ský, Skýjalausn, Matarspor, Hugbúnaður, Forrit, þjónustuvefur

EFLA kynnir nýja og öflug skýja- og hugbúnaðarlausn, VitVist, þar sem hægt er að fá hugbúnaðarþjónustu af ýmsu tagi. VitVist opnaði í september 2019 á sama tíma og EFLA kynnti þjónustuvefinn Matarspor sem reiknar kolefnisspor máltíða.

Þrívíddarskönnun

Þrívíð módel, 3D, Skanni, Loftmyndir, Hæðarmódel, Hæðarlínur, Kortagerð, Kortlagning, Landmódel, Líkön úr þrívídd

Með þrívíddarskönnun er hægt að búa til þrívíð módel af byggingum og mannvirkjum. Slík módel má nýta til uppmælinga, skrásetningar og hönnunar.


EFLA hefur yfir að ráða einum öflugasta þrívíddarskanna landins sem er af gerðinni Trimble TX8 og hefur víðtæka reynslu af skönnun verkefna í þrívídd.

Öryggiskerfi

Brunaviðvörunarkerfi, Neyðarlýsingarkerfi, Aðgangskerfi, Viðvörunarkerfi

Öryggiskerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum og mannvirkjum. Hlutverk þessara kerfa er að gæta öryggis fólks og/eða eigna.


EFLA hefur á að skipa reynslumiklum sérfræðingum sem taka að sér ráðgjöf um val og notkun öryggiskerfa. 


Var efnið hjálplegt? Nei