Áhættustjórnun og áhættugreiningar

Áhættustjórnunarkerfi, Áfallaþolsgreining, Atburðastjórnun Áfallaþolsgreiningar, Áhættugreining, Sprengigreining

Áhættur í samfélaginu breytast með tíð og tíma og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra. 


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu á breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar og veita fjölbreytta þjónustu á sviðinu.

Nánari upplýsingar

Vegna krafna yfirvalda eða eigin krafna um aukið öryggi getur reynst nauðsynlegt að framkvæma áhættumat, hvort sem er fyrir framkvæmdir, rekstur eða almenna starfsemi. Skilgreina þarf ásættanlega áhættu út frá markmiðum viðkomandi starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt getur verið mjög mismunandi.
 

Tækifærisstjórnun samhliða áhættustjórnun

Áhættustjórnunarkerfi er kerfi sem tekur kerfisbundið á áhættum og er með skilgreint ferli til að bregðast við þeim. Í allri óvissu geta falist tækifæri jafnt sem áhættur. Þessi tækifæri er nauðsynlegt að fullnýta og því höfum við þróað tækifærisstjórnun sem er samtvinnuð áhættustjórnun. 

Að auki tökum við að okkur að hanna áhættustjórnunarkerfi vegna áhættu í verkefnum og vinnuvernd og höfum komið að fjölmörgum stórum verkefnum og viðburðum.

Reynsla sem spannar breitt svið

Starfsfólk EFLU býr yfir öflugri þekkingu á tæknilegum kerfum, brunahættu, flutningi á hættulegum efnum, samgöngukerfum, innbrotahættu og umhverfishættu. 

Rannsóknarverkefni um áhættustjórnun

Sérfræðingar EFLU hafa haft frumkvæði að fjölmörgum rannsóknarverkefnum innanlands um áhættustjórnun, verið aðilar að alþjóðlegum rannsóknarverkefnum þeim tengdum og eru þátttakendur í mótun alþjóðlegra staðla í áhættustjórnun.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Áhættustjórnun verkefna og greining tækifæra
  • Áhættu- og áfallaþolsgreiningar fyrir vegi og samgöngur
  • Áhættustjórnunarkerfi fyrir fyrirtæki og starfsemi
  • Áhættugreiningar vegna brunahættu og tæknilegra mála
  • Umhverfisáhættugreiningar og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001
  • Hönnun öryggisstjórnunarkerfa (vinnuvernd) skv. ISO 18001
  • Öryggisáætlanir ferðamannastaða

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei