CE merkingar

CE, Merking, Eftirlit, Iðnaðarferlar, CE vottun, CE ráðgjöf

Samkvæmt Evróputilskipun skulu merkingar á búnaði og kerfi vera CE merkt, meðal annars til að tryggja öryggi.


Hjá EFLU starfar sérhæft teymi sem veitir alhliða ráðgjöf varðandi CE merkingar.

Tengiliður

CE merkingar voru lögfestar árið 1985 á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa kröfurnar um slíkar merkingar stöðugt aukist, bæði hér á landi og í Evrópu. CE merking gefur til kynna að búnaðurinn/varan telst örugg og í samræmi við staðla hverju sinni. 

Sérstaða EFLU

Hjá EFLU starfar sérhæft teymi starfsmanna sem hafa unnið að CE vottun á vélum og búnaði, t.d. fyrir áliðnað, mjólkuriðnað og skinnaiðnað og einnig vegna merkinga á garðyrkjutækjum, gufukerfum og gaskerfum. Til grundvallar vinnunni eru lagðar tilskipanir Evrópusambandsins 1005/2009 (2006/42/EB) og einnig samræmdir B og C staðlar eftir því sem við á.

Yfirlýsing ábyrgðaraðila

CE merkingar sýna ótvírætt að framleiðandi/eigandi búnaðar/vöru uppfyllir kröfur sem gerðar eru um öryggi og heilsu starfsmanna og umhverfis.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ráðgjöf varðandi alla þætti CE merkingar búnaðar
  • CE merking véla og að búnaðurinn uppfylli viðeigandi grunnkröfur um heilsuvernd og öryggi og heilsu sem settar eru fram í I. viðauka 1005/2009
  • Aðstoðað við eða útbúið nauðsynlegar upplýsingar eins og leiðbeiningar eða handbækur
  • Tryggt að tækniskjölin skv. A-lið VII. viðauka 1005/2009 séu tiltæk
  • Gerð áhættugreiningar samkvæmt IST EN ISO 12100 og 6. gr. 1005/2009
  • Úttekt og EFLA/SYST greining á öryggisþáttum stýrikerfa skv. IST EN ISO 13849
  • Útbúið samræmismat skv. 10. gr. 1005/2009 og gætt þess að samræmdir staðlar (C-staðlar) í hverju tilfelli séu tilgreindir
  • EB-samræmisyfirlýsing samin skv. A-lið 1. hluta II 1005/2009
  • Yfirlýsing útbúin fyrir vélbúnaðinn
  • Vél auðkennd með CE-merki, sbr. 13. gr. 1005/2009

Var efnið hjálplegt? Nei