CE merkingar
CE, Merking, Eftirlit, Iðnaðarferlar, CE vottun, CE ráðgjöf
Samkvæmt Evróputilskipun skulu merkingar á búnaði og kerfi vera CE merkt, meðal annars til að tryggja öryggi.
Hjá EFLU starfar sérhæft teymi sem veitir alhliða ráðgjöf varðandi CE merkingar.
Tengiliður
Reynir Snorrason Vélaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6248 / +354 693 8032 Netfang: reynir.snorrason@efla.is Reykjavík
CE merkingar voru lögfestar árið 1985 á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa kröfurnar um slíkar merkingar stöðugt aukist, bæði hér á landi og í Evrópu. CE merking gefur til kynna að búnaðurinn/varan telst örugg og í samræmi við staðla hverju sinni.
Sérstaða EFLU
Hjá EFLU starfar sérhæft teymi starfsmanna sem hafa unnið að CE vottun á vélum og búnaði, t.d. fyrir áliðnað, mjólkuriðnað og skinnaiðnað og einnig vegna merkinga á garðyrkjutækjum, gufukerfum og gaskerfum. Til grundvallar vinnunni eru lagðar tilskipanir Evrópusambandsins 1005/2009 (2006/42/EB) og einnig samræmdir B og C staðlar eftir því sem við á.
Yfirlýsing ábyrgðaraðila
CE merkingar sýna ótvírætt að framleiðandi/eigandi búnaðar/vöru uppfyllir kröfur sem gerðar eru um öryggi og heilsu starfsmanna og umhverfis.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ráðgjöf varðandi alla þætti CE merkingar búnaðar
- CE merking véla og að búnaðurinn uppfylli viðeigandi grunnkröfur um heilsuvernd og öryggi og heilsu sem settar eru fram í I. viðauka 1005/2009
- Aðstoðað við eða útbúið nauðsynlegar upplýsingar eins og leiðbeiningar eða handbækur
- Tryggt að tækniskjölin skv. A-lið VII. viðauka 1005/2009 séu tiltæk
- Gerð áhættugreiningar samkvæmt IST EN ISO 12100 og 6. gr. 1005/2009
- Úttekt og EFLA/SYST greining á öryggisþáttum stýrikerfa skv. IST EN ISO 13849
- Útbúið samræmismat skv. 10. gr. 1005/2009 og gætt þess að samræmdir staðlar (C-staðlar) í hverju tilfelli séu tilgreindir
- EB-samræmisyfirlýsing samin skv. A-lið 1. hluta II 1005/2009
- Yfirlýsing útbúin fyrir vélbúnaðinn
- Vél auðkennd með CE-merki, sbr. 13. gr. 1005/2009