Fjarskipti
Fjarskiptamál, Fjarskiptagrunnur, Ljósleiðari, Gagnaver, Rafkerfi, Ljósleiðarkerfi, FTTH
Fjarskipti mynda grundvöllinn að rekstri tölvukerfa og annarra sérhæfðra rafkerfa, sem stöðugt verða stærri og stærri hluti af byggingarverkefnum.
Sérfræðingar EFLU búa yfir margra ára reynslu á þessu sérhæfða og krefjandi sviði og veita ráðgjöf varðandi fjarskipta- og gagnadreifingu, sérhæfð rafkerfi, ljósleiðarkerfi og gagnaver.
Tengiliður
Kristinn Hauksson Rafeindatæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6151 / +354 665 6151 Netfang: kristinn.hauksson@efla.is Reykjavík
Hvort sem viðfangsefnið er hluti af stærra verkefni eða óháð öðrum hönnunarþáttum, veitir EFLA ráðgjöf og hönnun varðandi gagnaver, tölvuherbergi, tölvurými, skrifstofu- og iðnaðarbyggingar.
Með því að sameina sérþekkingu hvað varðar fjarskipti og gagnaflutning á sviðinu við kunnáttu annarra sérfræðinga innan raða EFLU er hægt að samræma hönnunarverkefni og hámarka þannig skilvirkni. Slíkt leiðir til fyrsta flokks, sveigjanlegrar og hagkvæmrar þjónustu.
Fjölbreytt verkefni á ólíkum sviðum
EFLA hefur unnið að fjölda fjarskiptaverkefna og verið þátttakandi á flestum sviðum þeirra eins og ljósleiðarakerfi, gagnaver, fjarskiptakerfi og önnur sérhæfð rafkerfi.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ráðgjöf vegna fjarskiptakerfa
- Sérhæfð rafkerfi
- Gagnaver
- Ljósleiðarakerfi
- FTTH (Fiber To The Home)/Ljósleiðari
- Gagnaver og gagnaveitur