Hitaeftirlit

Hitaútgeislun, Innfrarautt, Innrautt, Hitamyndavélar

Allir hlutir gefa frá sér hitaútgeislun og með því að skoða hluti í innrauða sjónsviðinu er hægt að meta ástand þeirra nákvæmlega.


EFLA býður upp á úrval lausna á sviði hitaeftirlits og hefur á að skipa hópi sérfræðinga í myndgreiningu og mælingum með hitamyndavélum.

Tengiliðir

Sérfræðingar okkar hafa miklu reynslu í að byggja upp og innleiða fyrirbyggjandi hitaeftirlit fyrir stór sem smá fyrirtæki. 

Hitaeftirlitsbúnaður EFLU

Hægt er að nota hefðbundnar hitamyndavélar við hitaeftirlit en einnig hefur EFLA þróað sjálfvirkan hitaeftirlitsbúnað sem nýtir hitamyndavélar til að sjálfvirknivæða ferla, mælingar og eftirlit. Með markvissum hætti getur slíkur búnaður dregið úr rekstrarkostnaði ásamt því að auka öryggi starfsmanna.

Þá getur fyrirbyggjandi eftirlit með rafkerfum og vélbúnaði komið í veg fyrir tjón vegna ófyrirséðrar stöðvunar eða eldsvoða. 

Þjónusta á sviða hitaeftirlits skiptist í eftirfarandi

Fyrirbyggjandi eftirlit með rafkerfum og vélbúnaði

Sérfræðingar EFLU aðstoða fyrirtæki við að skipuleggja og halda úti hitaeftirliti sem er sérsniðið að þörfum hvers og eins. Með vel skipulögðu hitaeftirliti geta fyrirtæki aukið rekstraröryggi, komið í veg fyrir tjón vegna bruna eða ófyrirséða stöðvun.

EFLA veitir alhiða þjónustu á sviði hitaeftirlits og býr yfir öflugum búnaði hitamyndavéla ásamt flugdrónum með sérútbúnum hitamyndavélum.

Dæmi um þjónustuflokka


  • Framkvæmd og skipulag á fyrirbyggjandi hitaeftirliti.

Sjálfvirkt hitaeftirlit

Með sjálfvirku hitaeftirliti og hitaskráningu með hitamyndavélum er hægt að fylgjast með hitastigi einstakra hluta á mynd og/eða nota hitamynd til myndgreiningar. Þannig er t.d. hægt að meta hvort einhver frávik eiga sér stað eða hvort þörf sé á fyrirbyggjandi viðhaldi. Með samþættingu upplýsinga um hita og annarra mælinga s.s. á straumi í leiðara, umhverfishitastigi o.sfrv. er hægt að auka skilning á hegðun eininga og bregðast við tímanlega ef hegðun breytist.

Dæmi um þjónustuflokka

  • Sjálfvirkt hitaeftirlit með rafbúnaði

Sjálfvirkt hitaeftirlit með mikilvægum rafbúnaði eins og töflubúnaði, spennum, mótorum o.fl. eykur rekstraröryggi búnaðarins til muna. 

Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu af að setja upp slík kerfi og geta aðstoðað fyrirtæki við val á búnaði, uppsetningu og rekstur.

  • Sjálfvirk ástandsgreining á búnaði

Með hitaeftirliti sem nýtir myndgreiningu til að greina ástand búnaðar er hægt að fá rauntímaupplýsingar um ástand hans. Með samþættingu upplýsinga um hita og annara mælinga s.s. straum í leiðara, umhverfishitastigi o.sfrv. er hægt að auka skilning á hegðun eininga og bregðast við tímanlega ef hegðun breytist. 

Þetta á við allan búnað sem gefur frá sér hita eins og rafgreiningarker og deiglur í álverum og margt fleira.

  • PotSafe

Potsafe er sjálfvirkt hitaeftirlitskerfi sem greinir ástand rafgreiningarkerja í álverum. Kerfið nýtir hitamyndavél og myndgreiningu til þess að greina sjálfvirkt ástand kerjanna.

Vöktun úr lofti með dróna

Hitaeftirlit úr lofti með dróna veitir ótal möguleika. Skoðun og vöktun úr lofti með ómönnuðu loftfari, eða svokölluðum dróna, er ný leið til að framkvæma skoðanir og greiningu á ástandi iðnaðarmannvirkja og afskekktra staða.

Eitt mikilvægasta greiningartækið

Hitamyndavélar eru að verða eitt af mikilvægustu greiningartækjunum til að greina frávik sem að öllu jöfnu eru ósýnileg mannsauganu.

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei