Myndgreining

Framleiðsluferlar, Myndeftirlitstæki

Með myndgreiningu er hægt að sjálfvirknivæða flókna og jafnvel hættulega framleiðsluferla. Einnig gefur myndgreining möguleika á að gera margs konar mælingar á framleiðsluferlinu og auðveldar gagnasöfnun.

Sérfræðingar EFLU á sviði myndgreiningar hafa mikla reynslu í að þróa og setja upp myndgreiningarlausnir hjá framleiðslu- og iðnfyrirtækjum.

Tengiliðir

Sjálfvirk myndgreining veitir framleiðslutækjum svokallaða tölvusjón en það er hæfileiki búnaðar til þess að afla sjónrænna gagna, vinna úr þeim og túlka þau. Slíkar upplýsingar geta leitt til meiri skilvirkni í framleiðslunni ásamt því að auka öryggi starfsmanna á vinnustaðnum. 

Myndgreining er til dæmis notuð í iðnfyrirtækjum til þess að sjálfvirknivæða flókna ferla og myndgreining fyrir myndaeftirlitskerfi er notuð til að auka nýtingu á slíkum kerfum. Þannig er t.d. hægt að tengja myndgreiningu beint við öryggismyndavélakerfi og auka þannig eftirlit í leiðinni.

Getur tengst flestöllum vélbúnaði

Myndgreiningarkerfi EFLU getur tengst velflestum tegundum vélbúnaðar og myndavéla og er því ekki þörf á að kaupa nýjan búnað við innleiðingu kerfisins.

Myndgreining fyrir iðnað

Fjölmörg tækifæri eru til staðar fyrir iðnfyrirtæki til að nýta myndavélar og fylgjast enn frekar með framleiðslu og umhverfi.

  • Með myndgreiningu er hægt að gera margskonar snertilausar mælingar. Þar má nefna mælingar á stærðum, greiningu á formum og litum og ekki síst ástandsgreiningar á vörum
  • Myndgreiningarkerfi EFLU getur tengst við allar tegundir vélbúnaðar (PC, PLC, SCADA, róbóta o.sfrv.) og myndvéla

Myndgreining fyrir myndavélaeftirlitskerfi

Hægt er að fá enn meira út úr myndaeftirlitskerfi fyrirtækja. EFLA býður upp á sérhæfðar myndgreiningarlausnir sem tengjast beint við öryggismyndavélakerfi sem er fyrir á staðnum.

  • Hægt er að sinna margs konar viðbótareftirliti með myndeftirlitskerfinu
  • Myndgreiningarkerfið getur greint hvort hurð er opin eða lokuð og mælt hve lengi hurðin er opin í hvert skipti
  • Kerfið tengist við allar helstu tegundir myndavéla
  • Ekki er þörf á að setja upp aðra myndavél við það kerfi sem er fyrir því myndgreiningarkerfið getur tengst myndavélinni samhliða myndeftirlitskerfinu
Myndgreining notuð í flóknar mælingar

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei