Öryggiskerfi

Brunaviðvörunarkerfi, Neyðarlýsingarkerfi, Aðgangskerfi, Viðvörunarkerfi

Öryggiskerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum og mannvirkjum. Hlutverk þessara kerfa er að gæta öryggis fólks og/eða eigna.


EFLA hefur á að skipa reynslumiklum sérfræðingum sem taka að sér ráðgjöf um val og notkun öryggiskerfa. 

Tengiliður

Brunaviðvörunarkerfi og neyðarlýsingarkerfi gæta að öryggi fólks. Þessi kerfi eru lögboðin, bundin byggingarreglugerð og hönnuð skv. reglum Mannvirkjastofnunar. Aðgangskortakerfi, innbrotaviðvörunarkerfi og myndeftirlitskerfi gæta að öryggi fólks og eigna. Þessi kerfi eru bundin stöðlum og hefðum auk krafna sem rekstraraðilar gera hverju sinni.

Myndeftirlitskerfi eru notuð til að safna og miðla upplýsingum ásamt því að greina tiltekin atriði. Rétt hönnun, val myndavéla og upptökubúnaðar skiptir meginmáli varðandi gæði kerfisins. 

Lyklar að heyra sögunni til 

Öryggiskerfi hafa margsannað gildi sitt hvað varðar bruna og neyðarástand í húsum. Þessi kerfi eru notuð til stýringar á aðgengi og gera viðvart um innbrot. Segja má að lyklar heyri sögunni til í nýjum byggingum þar sem starfsfólk notar eingöngu aðgangskort við umgang.


Viðskiptavinir EFLU eru af fjölbreyttum toga eins og t.d. orkufyrirtæki, olíufyrirtæki, bankar, lögregla, opinberar stofnanir, stóriðjur, fiskvinnslur auk fjölmargra annarra fyrirtækja.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ráðgjöf um val öryggiskerfa og fyrirskrift búnaðar
  • Úttektir á eldri kerfum og ráðgjöf varðandi breytingar
  • Fyrirskrift á nýjum kerfum
  • Gerð útboðsgagna og verklýsinga

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei