Rannsóknarstofa

Prófanir, Steinsteypa, Jarðtækni, Steypa, Rannsókn, Múr, Sýnataka, Sýni

EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu síðan 1997 og þar eru framkvæmdar rannsóknir og prófanir á múr, steinsteypu og jarðefnum, efnagreiningar á vatni ásamt sýnatöku og greiningu á myglu. 

Tengiliðir

Rannsóknarstofa EFLU er vel tækjum búin og hefur starfsfólk hennar mikla reynslu og sérþekkingu á sviðinu. Lögð er áhersla á vandaða, trausta og hagkvæma ráðgjafarþjónustu. 

Með góðum undirbúningi í upphafi verka ganga framkvæmdir betur fyrir sig, án tafa og minna verður um ófyrirséðan kostnað. 

„Rannsóknarstofa EFLU veitir skjóta og góða þjónustu á sviði jarðtækni. Öllum fyrirspurnum er svarað af fagmennsku og viðbragðstíminn er skammur. Ráðleggingar eru auðsóttar og rannsóknarniðurstöður skila sér fljótt og vel. Rúsínan í pylsuendanum er síðan hið jákvæða viðmót sem einkennir öll samskipti við starfsmenn rannsóknarstofunnar.“

Helga Jóna Jónasdóttir
Staðarstjóri, Munck Íslandi

Rannsóknarstofa EFLU framkvæmir rannsóknir og prófanir á eftirfarandi sviðum:

Steinsteypa- og múr

Veitum ráðgjöf og þjónustu við verktaka, sjáum um eftirlit með múr- og steypuvinnu, prófanir og rannsóknir á efnum til steypugerðar ásamt steypu, sementi og fylliefnum. 

Framkvæmdar eru prófanir á ferskri steypu og harðnaðri steypu. Meðal þess sem er athugað er loft, sigmál, rúmþyngd, hitamyndun, binditími, brotþol, frostþol o.fl. Nánari upplýsingar um steypurannsóknir

Jarðtækni- og jarðefni

Framkvæmdar eru allar helstu prófanir og rannsóknir á sviði jarðtækni og prófanir á bæði setlögum og bergi. 

Sérfræðingar á sviðinu hafa mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. Meðal þess sem er athugað er saltmagn, frostþol, lekt, varmaleiðni, jarðefni o.fl. Nánari upplýsingar um jarðtæknirannsóknir

Umhverfis- og efnamælingar

Framkvæmdar eru alhliða vöktunar­mælingar og efnagreiningar á vatni, t.d. í frárennsli matvælafyrirtækja, kælivatni iðnfyrirtækja og skolpfrárennsli frá sveitarfélögum. 

Jafnframt framkvæmir rannsóknarstofan greiningar á loftgæðum, raka og myglu í húsnæði, gasmælingar frá urðunarstöðum og mengun og næringarefnum í jarðvegi. Nánari upplýsingar um umhverfis- og efnamælingar 

Sýnataka og greining á myglu

Hægt er að koma með sýni til rannsóknar eða fá sérfræðing frá EFLU til að koma á staðinn og taka sýni úr byggingarefnum. 

Framkvæmd er greining á sýnum úr byggingarefnum til að kanna hvort þar finnist mygluvöxtur, gró, svepphlutar, örverur eða önnur efni sem gefa til kynna rakavandamál. Meðal þess sem er rannsakað er öll almenn sýni, t.d. stroksýni, límbandssýni og greining og sýni úr byggingarefnum. Veitt er alhliða ráðgjöf varðandi aðgerðrir og hreinsun á rakaskemmdum eða myglu. Nánari upplýsingar um sýnatöku og greiningu á myglu  


Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei