Sjálfvirkni og gervigreind
Automation, Skilvirkni, Róbót, Robot, Cobot, Cóbót, Vélmenni, Þjarkur
Aukin skilvirkni framleiðslulína næst með aukinni sjálfvirkni og bættri nýtingu. Verðmætasköpun af slíku er umtalsverð, t.d. meiri afkastageta og aukin arðsemi. EFLA veitir alhliða ráðgjöf og aðstoðar við val á sjálfvirknilausnum sem henta viðskiptavininum best.
Tengiliðir
Brynjólfur Smárason Rafmagnstæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6060 / +354 665 6060 Netfang: brynjolfur.smarason@efla.is Reykjavík
Ráðgjöfin byggist á markvissri þarfagreiningu og athugun á starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Lausnirnar geta verið allt frá einföldum færiböndum til flókinnar gervigreindar. Þannig henta róbótar (vinnuþjarkar) þegar hraði og lyftigeta skipta mestu máli. Cóbótar (liðsinnisróbótar) henta vel þegar krafan er um að þjarkur vinni samhliða starfsfólki til að létta undir störfin við framleiðsluna.
Þá getur stafræn myndgreining verið heppileg við greiningu á ástandi og staðsetningu afurða á flæðilínu. Gervigreind aðstoðar síðan við að sjá samhengið í öllu ferlinu.
Margvíslegur ávinningur
Með skilvirkari framleiðslulínu þar sem gervigreind, róbótar og/eða liðsinnisróbótar (cobot) eru notuð má ná fram bættri nýtingu, auknum afköstum og meiri arðsemi.
Á meðal þjónustusviða eru
- Lausnamiðuð ráðgjöf
- Þarfagreining
- Tillögur að úrbótum
- Vélahönnun
- Rafmagnshönnun
- Forritun
- Uppsetning og samþætting búnaðar
Viltu fá nánari upplýsingar um möguleika á sviði sjálfvirkni og gervigreindar? Hafðu samband við tengiliði okkar eða sendu okkur fyrirspurn og við verðum í sambandi.