Sjávarútvegur
Iðnaður í sjávarútvegi, Fiskur, Fiskvinnsla, Fiskeldi, Frystihús, Fiskiðnaður
EFLA hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratugaskeið og veitt sjávarútvegsfyrirtækjum sérhæfðar lausnir sem eru í takt við tækniþróun hvers tíma.
Tengiliður
Brynjar Bragason Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6058 / +354 665 6058 Netfang: brynjar.bragason@efla.is Reykjavík
EFLA hefur átt aðkomu að fjölmörgum verkefnum í sjávarútvegi tengdum fiskeldi, hljóðvistarmálum, stjórn- og eftirlitskerfum, véla- og vinnslukerfum, byggingahönnun, hreinsikerfum, umhverfismálum, orkunýtingu, brunaráðgjöf og öryggismálum.
Verkefnin sem EFLA hefur unnið fyrir sjávarútveginn hafa verið stór sem smá og verið hvaðanæva af landinu.
Fjölbreyttar og hagkvæmar lausnir
Sérfræðiþekking EFLU byggir á breiðum grunni og veitir sjávarútvegsfyrirtækjum fjölbreyttar lausnir á hagkvæman og faglegan hátt.
Á meðal þjónustusviða eru
- Fiskeldi
- Stjórn- og eftirlitskerfi
- Vélar- og vinnslukerfi
- Hreinsikerfi
- Orkumál/orkunýting