Stigar og vinnupallar

Þjónustupallar, Göngupallar, Verkpallar, Plant 3D, Plant

Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu í hönnun á stigum, vinnu- og þjónustupöllum fyrir iðnaðarsvæði. Við hönnunina er notaður skilvirkur og hagstæður hugbúnaður, Plant 3D.

Tengiliðir

Með Plant 3D, sem er Autodesk hugbúnaður, er hægt að framleiða nákvæm þrívíddarmódel og kerfismyndir af lagnakerfum, tækjabúnaði, stálgrindum og vinnu- og þjónustupöllum á hagkvæman hátt.

Plant 3D bíður upp á fyrirfram skilgreind þrívíddarmódel af bitum, prófílum, stigum, handriðum o.fl. sem einfalt er að setja saman í heilstætt þrívíddarmódel. Þannig hentar það líka vel við að gera smíðateikningar út frá þrívíddarmódelinu fyrir vinnupalla af öllum stærðum og gerðum. 

Starfsfólk EFLU tryggir að hönnun stiga, þjónustu- og vinnupalla uppfylli ÍST EN ISO 14122, staðalinn, um öryggi véla og varanlegar aðgönguleiðir að vélum.

Hagstæð lausn fyrir vinnupalla

Með notkun Plant 3D býður EFLA upp á faglegar lausnir á vinnu- og þjónustupöllum á hagstæðan máta.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun á stigum, vinnu- og þjónustupöllum
  • Hálfsjálfvirk hönnunarvinna
  • Einfölduð teikningagerð smíðateikninga
  • Gerð þrívíddarlíkana

Hvers vegna notið þið Plant 3D fyrir hönnun á vinnu- og þjónustupöllum?

Vegna þess að Plant 3D bíður upp á þægilegt hönnunarumhverfi sem gerir okkur kleift að hanna og teikna stiga og palla á skilvirkari og hagkvæmari máta en áður hefur þekkst.

Af hverju ættu viðskiptavinir að nýta þjónustu EFLU í hönnun á vinnu- og þjónustupöllum?

Hönnun sem þessi getur reynst erfið og tímafrek í hefðbundnum hönnunarhugbúnaði og tekið frá viðskiptavinum okkar mikilvægan tíma sem betur væri varið t.d. í hönnun búnaðar eða vinnu vegna fyrirkomulags verksmiðja.

Hvað gerir Plant 3D hönnun sérstaka?

Það er einstaklega einfalt og fljótlegt að stilla hönnuninni upp í Plant 3D, setja hana inn í þrívídd eða lesa inn þrívíddarmódel frá öðrum hugbúnaði. 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei