Suðueftirlit og suðuskoðanir

Lagnasuða, Suða

Suðueftirlit og mat á samsetningum með suðu eru veigamikill þáttur í framkvæmdum til að tryggja gæði og öryggi.


Sérfræðingar EFLU hafa mikla sérþekkingu í suðuferlum (WPS), stöðlum og búa yfir reynslu af ábyrgðarstjórn suðumála og suðueftirliti með framkvæmdum. Rannsóknarstofa EFLU getur síðan metið gæði samsetninga, suðugæði og suðustyrk.

Tengiliður

Mikil áherslu er lögð á vönduð vinnubrögð samkvæmt stöðlum og reglugerðum. Starfsfólk EFLU hefur hlotið kennslu og þjálfun sem ábyrgðastjórar suðumála (e. RWC Responsible Welding Coordinator) og eru með réttindi í sjónskoðun suðu (e. Weld Inspection - WI 01). 

Gæðamál og yfirferð staðla/reglugerða

EFLA veitir leiðbeiningar við að skrifa skjöl gæðakerfis suðumála til samræmis við viðkomandi verkefni og yfirfara hvaða staðlar og reglugerðir eigi við og eftir hvaða kröfum skal fara í stórum sem smáum verkefnum.

Yfirborðsmeðhöndlun og þykktarmælingar

EFLA getur sinnt mati á yfirborðsmeðhöndlun á stáli og skilgreiningum á gæðakröfum og hvaða aðferðum skuli fara eftir ásamt því að framkvæma þykktarmælingar á yfirborðsmeðhöndlun á stáli.

Eftirlit og gott samráð

Viðurkenndir eftirlitsaðilar við framkvæmdir gegna mikilvægu hlutverki og leggja m.a. mat á gæði suðuvinnu til að þær standist kröfur alþjóðlegra staðla. 

Þekking og reynsla

Framkvæmdaeftirlit er hagsmunagæsla fyrir verkkaupa, sem felur í sér umsjón með að verk sé unnið samkvæmt verklýsingu. EFLA hefur sinnt suðueftirliti með framkvæmdum í mörgum af stærstu framkvæmdum á Íslandi þar á meðal byggingu Þeistareykjavirkjunar.

Meðal verkefna eru lagnir í veituverkum, smíði á stækkun varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunar ásamt niðursetningu djúpdæla, byggingu á hitaveitugeymi II við Akranes og endurnýjun stofnlagnar hitaveitu HAB frá Deildartungu.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gæðakerfi suðumála til samræmis staðla og reglugerða:  ÍST EN ISO 3834-1 til 3, ÍST EN ISO 9606-1, ÍST EN 1090-1 til 5, ÍST EN 1011-1 til 2, ÍST EN ISO 15614-1, EN ISO 5817, ÍST EN ISO 13480-1 til 5 ásamt reglugerð um þrýstibúnað - PED 2014/68/EU
  • Ábyrgðastjórn suðumála skv. staðlinum RWC - ÍST EN ISO 14731
  • Suðuskoðun skv. aðferðafræði „The British Institute of Non-Destructive Testing - BINDT“ Weld Inspection - WI 01, PCN nr. 339046
  • Efnissamþykktir og CEV skv. staðlinum ÍST EN ISO 10025-2
  • Yfirborðsmeðhöndlun skv. staðlinum ÍST EN ISO 12944-1 til 9

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei