Sýndarveruleiki (VR)

Virtual reality, VR, Þrívíð, Þrívídd, Þrívíðarlíkan, 3D, 3D reality, Þrívíð

Sérfræðingar EFLU búa yfir margra ára reynslu í tæknilegum lausnum og framsetningu þeirra í þrívíddargrafík og sýndarveruleika. Orðið sýndarveruleiki er notað til að lýsa þrívíðu tölvugerðu gagnvirku umhverfi sem líkir eftir afmörkuðu sviði veruleikans sem notandinn getur skoðað og oftast haft áhrif á með aðgerðum sínum. 

Tengiliður

Sýndarveruleikatækni er ekki ný af nálinni en þó er frekar stutt síðan tæknin varð aðgengileg framsæknum fyrirtækjum og almenningi. EFLA hefur tekið þessari tækni opnum örmum og býður viðskiptavinum upp á fjölþættar lausnir í tengslum við framsetningu verkefna í sýndarveruleika.

Til að upplifa sýndarveruleika þarf að nýtast við búnað sem tekur notandann frá sínu raunverulega umhverfi inn í nýjan heim í gegnum hljóð og mynd.

Betri yfirsýn verkefnis

Með því að vinna verkefni í sýndarveruleika frá byrjun getur notandinn fengið mun skýrari sýn á verkefni á hönnunartíma og tryggt er að sú hugmynd sem lagt var af stað með í byrjun sé eins nálægt endanlegri útkomu og mögulegt er. Mun minni kostnaður fylgir því að gera breytingar og prufur á sýndarveruleikamódeli heldur en á raunverulegri byggingu og þannig hægt að gera nokkrar útfærslur á hönnun áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.

Einnig er hægt að sameina þrívíddarskönnun og sýndarveruleika með það að markmiði að setja nýja hönnun eða útfærslu inn í skannað núverandi umhverfi og fá þannig betri tilfinningu fyrir áhrifum breytinga á umhverfið.

Fjölbreyttir möguleikar

Sýndarveruleiki getur nýst við að koma auga á möguleg vandamál í hönnunarferlinu áður en fyrsta skóflustungan er tekin og þannig lækkað kostnað vegna óvæntra breytinga á meðan á byggingu stendur.


Einnig má spara tíma í öryggisþjálfun starfsmanna með því að þjálfa notendur í ýmsum tækni- og öryggisatriðum í sýndarveruleikaumhverfi á meðan byggingatíma stendur.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Þrívíddargrafík (e: visualization og industrial animation)
  • Hreyfimyndagerð
  • Gagnvirkni
  • Þrívíddarskönnun
  • Leikjahönnun og leikjagerð
  • Notendaviðmót
  • Hönnun í BIM umhverfi
  • Tölvugrafík í þrívídd
  • Sýndarveruleiki 

Er tímafrekt að útbúa sýndarveruleikalausnir?

Vinnslutíminn er háður ýmsum þáttum eins og  t.d. gæðum upplýsinga og þörf á forvinnslu módela. Ef fyrir liggur gott þrívíddarlíkan af byggingu þá þarf oftast litla vinnu til að birta hana í einföldum sýndarveruleika.

Er hægt að vinna sýndarveruleika úr öllum CAD gögnum?

Flest öll CAD forrit bjóða upp á einhverskonar tengingu milli CAD og 3-D forrita.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei