Sýndarveruleiki (VR)
Virtual reality, VR, Þrívíð, Þrívídd, Þrívíðarlíkan, 3D, 3D reality, Þrívíð
Sérfræðingar EFLU búa yfir margra ára reynslu í tæknilegum lausnum og framsetningu þeirra í þrívíddargrafík og sýndarveruleika. Orðið sýndarveruleiki er notað til að lýsa þrívíðu tölvugerðu gagnvirku umhverfi sem líkir eftir afmörkuðu sviði veruleikans sem notandinn getur skoðað og oftast haft áhrif á með aðgerðum sínum.
Tengiliðir
Þröstur Thor BragasonMiðlunarfræðingur Cand.Sc.Sími: +354 412 6376 / +354 665 6376Netfang: throstur.bragason@efla.is
Hannes Ellert ReynissonByggingarverkfræðingur M.Sc.Sími: +354 412 6343 / +354 665 6343Netfang: hannes.reynisson@efla.is
Sýndarveruleikatækni er ekki ný af nálinni en þó er frekar stutt síðan tæknin varð aðgengileg framsæknum fyrirtækjum og almenningi. EFLA hefur tekið þessari tækni opnum örmum og býður viðskiptavinum upp á fjölþættar lausnir í tengslum við framsetningu verkefna í sýndarveruleika.
Til að upplifa sýndarveruleika þarf að nýtast við búnað sem tekur notandann frá sínu raunverulega umhverfi inn í nýjan heim í gegnum hljóð og mynd.
Betri yfirsýn verkefnis
Með því að vinna verkefni í sýndarveruleika frá byrjun getur notandinn fengið mun skýrari sýn á verkefni á hönnunartíma og tryggt er að sú hugmynd sem lagt var af stað með í byrjun sé eins nálægt endanlegri útkomu og mögulegt er. Mun minni kostnaður fylgir því að gera breytingar og prufur á sýndarveruleikamódeli heldur en á raunverulegri byggingu og þannig hægt að gera nokkrar útfærslur á hönnun áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
Einnig er hægt að sameina þrívíddarskönnun og sýndarveruleika með það að markmiði að setja nýja hönnun eða útfærslu inn í skannað núverandi umhverfi og fá þannig betri tilfinningu fyrir áhrifum breytinga á umhverfið.
Fjölbreyttir möguleikar
Sýndarveruleiki getur nýst við að koma auga á möguleg vandamál í hönnunarferlinu áður en fyrsta skóflustungan er tekin og þannig lækkað kostnað vegna óvæntra breytinga á meðan á byggingu stendur.
Einnig má spara tíma í öryggisþjálfun starfsmanna með því að þjálfa notendur í ýmsum tækni- og öryggisatriðum í sýndarveruleikaumhverfi á meðan byggingatíma stendur.
Á meðal þjónustusviða eru
- Þrívíddargrafík (e: visualization og industrial animation)
- Hreyfimyndagerð
- Gagnvirkni
- Þrívíddarskönnun
- Leikjahönnun og leikjagerð
- Notendaviðmót
- Hönnun í BIM umhverfi
- Tölvugrafík í þrívídd
- Sýndarveruleiki
Er tímafrekt að útbúa sýndarveruleikalausnir?
Vinnslutíminn er háður ýmsum þáttum eins og t.d. gæðum upplýsinga og þörf á forvinnslu módela. Ef fyrir liggur gott þrívíddarlíkan af byggingu þá þarf oftast litla vinnu til að birta hana í einföldum sýndarveruleika.
Er hægt að vinna sýndarveruleika úr öllum CAD gögnum?
Flest öll CAD forrit bjóða upp á einhverskonar tengingu milli CAD og 3-D forrita.