VitVist - vefverslun EFLU
Matspor, Ský, Skýjalausn, Matarspor, Hugbúnaður, Forrit, þjónustuvefur
EFLA kynnir nýja og öflug skýja- og hugbúnaðarlausn, VitVist, þar sem hægt er að fá hugbúnaðarþjónustu af ýmsu tagi. VitVist opnaði í september 2019 á sama tíma og EFLA kynnti þjónustuvefinn Matarspor sem reiknar kolefnisspor máltíða.
Tengiliður
Þorsteinn Helgi Steinarsson Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6418 / +354 696 5644 Netfang: thorsteinn.helgi.steinarsson@efla.is Reykjavík
EFLA hefur um árabil sérhæft sig í ráðgjöf og þróun á sviði hugbúnaðarlausna og býður bæði upp á eigin lausnir og frá samstarfsaðilum. Með VitVist verður hægt að finna þær hugbúnaðarlausnir sem eru fáanlegar hverju sinni. Allir áhugasamir geta fengið aðgang að VitVist og þar er hægt að velja um áskriftarleiðir sem hentar hverju sinni.
Fljótlega bætast fleiri lausnir í vöruframboðið, eins og Eigið Eftirlit, sem er eldvarnaeftirlitskerfi, og Granni, landupplýsingakerfi frá EFLU.
VitVist notar Greiðslugátt Valitor við meðhöndlun greiðslukortaupplýsinga, sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðla.
Aðgengilegt og notendavænt
VitVist er vefverslun þar sem hugbúnaðarlausnir EFLU fást í sjálfsafgreiðslu á einfaldan og notendavænan máta.
Á meðal hugbúnaðarlausna VitVistar
- Matarspor, kolefnisreiknir máltíða
- Eigið eftirlit, eldvarnareftirlit
- Granni, landupplýsingakerfi
- Fleiri lausnir bætast við fljótlega
Algengar spurningar og svör
Hvernig kemst ég inn í VitVist?
Þú ferð á vefsíðu VitVistar og nýskráir þig. Þar með getur þú skráð þig inn með notandanafni og lykilorði og í kjölfarið skoðað þig um, breytt upplýsingum eða gerst áskrifandi að þjónustu.
Hvað er vefverslun fyrir hugbúnaðarþjónustu?
VitVist er það sama fyrir EFLU eins og App Store er fyrir iOS (Apple) eða Google Play fyrir Android (Google o.fl.). Þar má nálgast þjónustu, gjarnan í formi smáforrita, ýmist notandanum að kostnaðarlausu eða gegn gjaldi.
Af hverju að nota VitVist?
Tækninni fleytir stöðugt áfram og sífellt er verið að þróa snjallari lausnir. Markaðurinn breytist hratt með tímanum og því býður EFLA upp á nýstárlegan verslunarmáta fyrir notendavæna þjónustu í sjálfsafgreiðslu. Viðskiptavinum er auðvitað alltaf velkomið að hafa samband við EFLU en það getur verið gott að þurfa ekki að gera það í öllum tilfellum. Þess vegna er VitVist á sínum stað.
Vefverslunin EFLA | VitVist
Þú getur fengið aðgang að vefverslun EFLU | VitVist, þér að kostnaðarlausu, með því að skrá þig á þjónustuvefinn. Fyrir þá sem eru komnir með aðgang er hægt að opna VitVist með innskráningarhlekknum.
Viltu fá nánari upplýsingar um VitVist? Hafðu endilega samband við okkur annað hvort með því að senda okkur fyrirspurn eða hringja í okkur í síma 412 6000.