Áreiðanleiki raforkukerfa

Flutningskerfi, Raforkuöryggi, Raforkuvinnsla

Breytt landslag raforkukerfa með tilkomu veðurháðra framleiðslueininga kallar á sérhæfða áreiðanleikagreiningu.

Hjá EFLU starfa reyndir sérfræðingar á sviði áreiðanleikagreiningar raforkukerfa sem veita framleiðendum, flutnings- og dreifingaraðilum ráðgjöf.

Tengiliðir

Áreiðanleiki raforkukerfa er hugtak sem nær utan um alla mælikvarða á getu kerfis til að afhenda rafmagn. Áreiðanleikinn er í megindráttum metinn út frá tveimur hugtökum, annars vegar raforkuöryggi og hins vegar afhendingaröryggi. Raforkuöryggi nær yfir getu kerfis til að anna eftirspurn til langs tíma. Það gefur hagsmunaaðilum hugmynd um fjárfestingaþörf í kerfinu til að tryggja nægilega raforkuvinnslu auk flutningsgetu til afhendingarstaða. 

Raforkuöryggi metur samspil notkunar og tiltækrar framleiðslu á tímaskala innviðauppbyggingar þegar tekið er tillit til fyrirvaralausra útleysinga í framleiðslu- og flutningseiningum kerfis. 

Afhendingaröryggi nær yfir rekstur kerfis til styttri tíma; er greint t.a.m. með truflana- og stöðuleikagreiningu og tryggt með varnarbúnaði og rekstrarstöðlum.

Hermun nýrra orkugjafa

Aukið hlutfall framleiðslu sem byggir á veðurháðum frumorkugjöfum krefst nákvæmrar hermunar til að tryggja áreiðanleika raforkukerfis.

EFLA býr yfir yfirgripsmikilli sérþekkingu við áreiðanleikagreiningar í raforkukerfum, bæði á sviði raforkuöryggis og við mat á staðbundnu afhendingaröryggi. 

EFLA býr yfir sérhæfðum hugbúnaði til hermunar á þessum þáttum og beitir staðlaðri aðferðafræði sem notuð er um alla Evrópu, þar með talið í árlegri greiningu ENTSO-E fyrir samtengt raforkukerfi meginlands Evrópu. Slík greining metur líkur á skerðingu auk væntanlegs magns skerðingar og metur í kjölfarið kostnað vegna raforkutruflana. Með þessu móti má meta væntan kostnað notenda við raforkutruflanir og í framhaldinu leggja hagrænt mat á mögulegar umbætur í kerfinu.

Að auki hefur EFLA um árabil metið staðbundið afhendingaröryggi á hverjum afhendingarstað Landsnets og gefið út í skýrslu þriðja hvert ár. Jafnframt hefur verið reiknaður þjóðhagslegur kostnaður vegna raforku sem ekki er afhent. 

Á meðal þjónustusviða

  • Mat á líkum á truflunum í kerfi með Monte Carlo hermun
  • Útreikningur á helstu raforkuöryggisstuðlum s.s. LOLP, LOLE, EENS
  • Ítarleg hermun útleysinga í kerfi
  • Nákvæm framsetning t.a.m. eftirspurnar, flutningskerfis og vatnsafls
  • Hagræn greining á niðurstöðum; samband raforkutruflana og kostnaðar vegna þeirra
  • Mat á mögulegum umbótum í kerfi m.t.t. raforkuöryggis
  • Mat á væntanlegum skerðingum í afhendingu raforku niður á hvern afhendingarstað
  • Skráning rekstrartruflana og afleiðinga sem þær valda í gagnagrunn
  • Útreikningur áreiðanleikastuðla út frá gagnagrunni yfir rekstrartruflanir

vindur

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei