Byggingarstjórnun

Byggingarframkvæmdir, Byggingaframkvæmdir, Byggingastjórnun, Byggingarstjóri, Húsbyggingar

EFLA hefur víðtæka reynslu af stýringu byggingar­framkvæmda ásamt því að sinna gæðaeftirliti. Við tökum að okkur byggingarstjórnun mannvirkja og gætum þess að byggt sé eftir hönnun og að unnið sé samkvæmt verklýsingum.

Tengiliðir

Starfsmenn EFLU hafa mikla reynslu af því að starfa sem byggingarstjórar við framkvæmdir bæði við stærri og minni mannvirkja. Mikil áhersla er lögð á að við byggingarframkvæmdina sé ávallt farið eftir lögum og reglugerðum og verða allir starfsmenn við verkið að fylgja verklýsingum. Byggingarstjóri sinnir einnig gæðaeftirliti fyrir eiganda mannvirkjanna.

EFLA hefur borið ábyrgð á byggingarstjórnun stórra framkvæmda, t.d. byggingu nýs afriðils hjá Alcoa Fjarðaáli, breytingu á brottfararsal Keflavíkurflugvallar fyrir Isavia og byggingu nýs afriðils og stækkun aðveitustöðvar hjá Norðuráli. 

Eftirlitsaðili á verkstað

Byggingarstjóri tryggir að byggt sé eftir hönnun og tryggir að unnið sé samkvæmt verklýsingum, þannig að gæði mannvirkja séu eins og óskað var eftir.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnastjórnun
  • Byggingarstjórn
  • Eftirlit
  • Kostnaðaráætlanir
  • Gerð útboðsgagna
  • Öryggismál

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei