Endurnýjun orkumannvirkja

Raforkumannvirki, Orka, Virkjanir, Stíflur,

Öll raforkumannvirki hafa ákveðinn líftíma og þarfnast reglulegs viðhalds. Auk þess þarf reglulega að uppfæra og endurnýja þann búnað sem er í raforkumannvirkjum.


EFLA býður upp á heildarþjónustu varðandi endurnýjun á orkumannvirkjun, allt frá frumskoðunum til útboðs og framkvæmdaeftirlits.

Tengiliður

Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í athugunum og hönnun á raforkumannvirkjum, virkjunum sem og flutnings- og dreifikerfum.

Þekking og reynsla EFLU byggist m.a. á endurnýjun á véla- og rafbúnaði í virkjunum, á athugunum og endurbótum á stíflumannvirkjum, þrýstipípum sem og öðrum byggingarmannvirkjum, athugunum og endurbótum á háspennulínum, möstrum, undirstöðum og tengivirkjum.

EFLA leitast ávallt við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi, með því að lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnisstýring og áhættugreiningar
  • Úttektir og ástandsskoðanir
  • Viðhaldsáætlanir
  • Kostnaðaráætlanir, virðisaukagreiningar og áætlanagerð
  • For- og frumathuganir
  • Útboðs- og lokahönnun
  • Framkvæmdaeftirlit

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei