Gjaldskrár orkuveitna

Rafmagnsverð, Verð á rafmagni, Orkuveitur, Aflgjaldskrá

Orkuveitur selja þjónustu skv. gjaldskrám og sérleyfis­starfsemi eins og raforkudreifing, raforkuflutningur og dreifing á heitu vatni ber að birta gjaldskrárnar opinberlega. 


EFLA hefur áratuga reynslu af upppsetningu gjaldskráa orkufyrirtækja og mati á hagkvæmni þeirra.

Tengiliðir

Tekjur orkufyrirtækja í sérleyfisstarfsemi byggja á gjaldskrám auk þess sem þeim er settur tekjurammi. Mikilvægt er að gjaldskrárnar endurspegli tekjurammann og gefi rétta mynd af kostnaði við starfsemina. 

Fyrir samkeppnisstarfsemi er mikilvægt að gjaldskrárnar samræmist þörfum viðskiptavina þar sem auðvelt er að leita til samkeppnisaðila ef gjaldskrár þar henta þeim betur. 

Mikilvægt er að gjaldskrárnar hvetji til hagkvæmrar orkunýtingar og séu sanngjarnar gagnvart notendum.

Gagnavinnsla og hugmyndavinna

Vanda þarf til gjaldskrárgerðar og kallar það á nákvæma úrvinnslu gagna og hugmyndavinnu.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Skoðun og úrvinnsla á notkunartölum
  • Framlegðarútreikningar
  • Útfærsla á mismunandi gjaldskrám svo sem aflgjaldskrá og tímaháðri gjaldskrá

Hvenær eru tímaháðar gjaldskrár

Tímaháðar gjaldskrár eru yfirleitt hagstæðar fyrir notkun sem er að stórum hluta utan háálagstíma, þ.e. veruleg notkun á næturnar og um helgar. Einnig á þetta við þegar notkun er mest að sumarlagi.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei