Greining raforkukerfa

Flutningskerfi, Raforkuflutningur, Raforkukerfi, Raforka, Áreiðanleiki flutningskerfa, Orkuflutningskerfi, Gæði raforku, Orkuflutningstruflanir

Mikilvægt er að flutningskerfi raforku sinni því hlutverki sínu að flytja rafmagn á öruggan hátt. Raforkukerfi eru nokkuð flókin og þurfa að vera áreiðanleg og í stöðugum rekstri. 


Ráðgjöf á sviði raforkukerfa krefst sérhæfni og reynslu líkt og ráðgjafar EFLU á sviðinu búa yfir. 

Tengiliðir

EFLA hefur 40 ára reynslu í hönnun ásamt efnahagslegri og 

tæknilegri greiningu á raforkukerfum. Víðtæk reynsla er innan EFLU í notkun sérhæfðra forrita eins og PSS/E til að reikna álagsflæði, skammhlaup, stöðugleika og svipula svörun kerfis. EFLA hefur að auki þekkingu og reynslu til að jafna launafl með þéttum og spólum.

Verkefnin á þessu sviði eru fjölbreytt og má m.a. nefna greiningu á ýmsum sviðsmyndum sem birtar hafa verið í kerfisáætlun. Einnig hefur verið gerð greining á truflunum sem verið hafa og ýmsum rekstrartilvikum sem upp hafa komið.

Öflug reynsla og þekking

Vönduð greining og hönnun flutnings- og dreifikerfa er mikilvæg fyrir fyrirtæki sem flytja rafmagn og dreifa því þannig að þau séu viðbúin í áskoranir nútímans og framtíðarinnar.

Verkefni

Á meðal þjónustusviða eru

  • PSS/E
  • PSL-CAD
  • CDEGS frá SEStech í Kanada
  • ATM-EMTP
  • Álagsflæði
  • Stöðuleikagreiningar
  • Svipul svörun kerfis
  • Skammhlaupsafl/-straumur
  • Greining á þörf á þéttum í kerfi
  • Q-V greiningar
  • Tæknilegar og efnahagslegar greiningar og bestun á kostnaði

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei