Hitaveitur

Hitaveita, Upphitun, Lagnakerfi, Hitakerfi, Veitur, Jarðvarmi, Jarðhiti, Fjarvarmi

Jarðvarminn er ein af mikilvægustu auðlindum Íslendinga og er nauðsynlegt að virkja hann á hagkvæman og skynsaman hátt til að tryggja sjálfbæra og umhverfisvæna nýtingu.


Ráðgjafar EFLU búa yfir 30 ára reynslu af hönnun, eftirliti og ráðgjöf varðandi rekstur á hitaveitum. Einnig hafa ráðgjafar víðtæka reynslu af hönnun veitumannvirkja, stjórnbúnaðar, dælustöðva og veitukerfa.

Tengiliðir

Við nýtingu á jarðhitavatni eru faglegar starfsaðferðir mikilvægar til að tryggja sjálfbæran rekstur, áframhaldandi gæði og gnægð vatnsins. Hafa þarf þessi atriði að leiðarljósi við útfærslur á virkjun jarðhitavatns og hönnun á stofnveitu- og dreifikerfum hitaveitna, allt frá borholum til endabúnaðar neytenda.

Hvert jarðhitakerfi er einstakt og verður meðal annars að hanna hitaveitukerfi með tilliti til efnasamsetningar vatnsins til að fyrirbyggja tæringu og útfellingar. Til að sporna gegn tæringu í hitaveitukerfinu þarf að huga sérstaklega að efnisvali í lögnum og búnaði. 

Sérfræðingar EFLU í hitaveitum veita lausnir sem eru byggðar á traustum þekkingargrunni og bjóða upp á heildarþjónustu við forathuganir, kostnaðargreiningar og hönnun á hitaveitum, allt frá frumathugun til framkvæmdaeftirlits og gangsetningar. 

Sjálfbærni og hagkvæmni

EFLA leggur áherslu á sjálfbærar, öruggar og hagkvæmar lausnir við hönnun hitaveitna.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Forathugun og kostnaðargreining
  • Skilgreining á veitukerfi á skipulagsstigi
  • Uppsetning á straumfræðilíkani af veitukerfum
  • Hönnun veitumannvirkja fyrir hitaveitur
  • Hönnun stofnlagna og dreifikerfa
  • Úttekt og endurnýjun eldri lagnakerfa
  • Uppsetning á veitukerfum í þrívíddarlíkani
  • Hönnun og ráðgjöf varðandi stýringar, skjámyndakerfi 
  • Val á dælum, skynjurum og lokabúnaði
  • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum

Helstu verkefni EFLU á sviði hitaveitna

  • Hitaveita Egilsstaða og Fella
  • Hitaveita Eskifjarðar
  • Hitaveita Búðardals
  • Hitaveita Eyja og Miklaholtshrepp
  • Hitaveita Laugarás
  • Hitaveita Laugarvatns
  • Selfossveitur lagnakerfi og dælustöðvar
  • Hitaveita Flúða, lagnakerfi og dælustöðvar
  • Hitaveita Gnúpverja, endurnýjun veitukerfis
  • Hveragerði, lagnakerfi og þjónusta
  • Þorlákshöfn, lagnakerfi og þjónusta
  • Úthlíðarveita, lagnakerfi og þjónusta
  • Akranes, Vesturgata
  • Reykjavík, Grensásvegur, Kirkjusandur
  • Frumathugun og hönnun hitaveitu í Kelduhverfi, Norðurþingi
  • Frumathugun nýrrar aðveituæðar Norðurorku frá Hjalteyri 
  • Stækkun dreifikerfis Norðurorku í Ólafsfirði 
  • Hitaveita Dalvíkurbyggðar í Svarfaðardal
  • Eivindsholen, Stavanger, fjarvarmaveita 300 íbúðir
  • Vagsgatan 16-20, Sandnes, fjarvarmaveita og kælilagnir
  • Myklebust, Stavanger, fjarvamaveita
  • Brattebø, Stavanger, fjarvamaveita 
  • Tastarusta, Stavanger  

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei