Jarðskjálftahönnun

Markmiðsbundin jarðskjálftahönnun, Jarðskjálftar, Náttúruvá, Skjálfti

Jarðskjálftar eru ein af mörgum náttúruvám á Íslandi og býður EFLA upp á heildarþjónustu við greiningu og hönnun á mannvirkjum gagnvart jarðskjálftaálagi. Í því felst allt frá tölfræðilegum greiningum á áhrifum jarðskjálfta yfir í nákvæmar útfærslur á burðarvirkjum sem og útfærslur á búnaði og ekki berandi mannvirkjahlutum.

Tengiliður

Verkefnin eru mjög fjölbreytt allt frá hönnun einnar hæðar einbýlishúsa upp í stærstu mannvirki landsins sem og jarðskjálftagreiningu og hönnun á flóknum og viðkvæmum búnaði. Í seinni tíð hefur færst í vöxt að burðarkerfi séu aðlöguð að sérþörfum notenda og verða þar af leiðandi óreglulegri og flóknari sem kallar á ítarlegri hönnun með tilliti til jarðskjálfta.

EFLA hefur lagt grunninn að stöðluðum hönnunarforsendum fyrir mannvirki og búnað hjá verkkaupum og hefur unnið fjölmörg verkefni þar sem bæði jarðskjálftaálag og kröfur til hegðunar mannvirkja, búnaðar og ekki-berandi mannvirkjahluta hefur verið fyrirskrifað. Að auki hefur EFLA mikla reynslu í að skoða mögulega mögnun á jarðskjálftaálagi ef búnaður er ekki staðsettur á jarðhæð í mannvirkjum eða vegna jarðfræðilegra aðstæðna.

Markmiðsbundin jarðskjálftagreining

EFLA notar besta fáanlega hugbúnað hverju sinni til að framkvæma jarðskjálftagreiningar og hanna mannvirki með tilliti til jarðskjálftaálags af miklu öryggi.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Markmiðsbundin jarðskjálftahönnun
  • Skilgreining jarðskjálftaálags fyrir burðarvirki, búnað og ekki-berandi mannvirkjahluta
  • Skilgreining hegðunarviðmiða burðarvirkja, búnaðar og ekki-berandi mannvirkjahluta í jarðskjálfta
  • Jarðskjálftagreining og hönnun nýrra mannvirkja
  • Jarðskjálftagreining eldri mannvirkja og útfærslur á styrkingum
  • Útreikningar á mögnun jarðskjálftaálaga vegna jarðfræðilegra aðstæðna
  • Útreikningar á mögnun jarðskjálftaálags vegna staðsetningar búnaðar og ekki-berandi mannvirkjahluta í viðkomandi mannvirki
  • Yfirferð og rýni á jarðskjálftahönnun annara ráðgjafa

Hvar eiga jarðskjálftar á Íslandi upptök sín?

Upptök jarðskjálfta á Íslandi eru einkum tvennskonar. Í fyrsta lagi vegna mismunahreyfinga á skilum Norður-Ameríku og Evrasíuflekanna og í öðru lagi vegna eldsumbrota og kvikuhreyfinga. Jarðskjálftar á flekaskilum eru að jafnaði mun stærri og oft ráðandi í mannvirkja­hönnun.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei