Mat á rekstrartruflunum í raforkukerfum

Raforkukerfi, Raforkufyrirtæki, Rekstrartruflanir, START

EFLA hefur um áratugaskeið unnið með raforkufyrirtækjum að skráningu rekstrartruflana og úrvinnslu úr slíkum gögnum. Til að hafa umsjón með verkinu hefur starfshópur, START hópurinn, verið kallaður til.

Tengiliðir

EFLA hannaði skráningarkerfi fyrir rekstrartruflanir og er það í notkun hjá öllum dreifiveitum og hjá Landsneti en stjórnvöld hafa sett kröfur um að veiturnar fylgi þeim skilgreiningum sem þar koma fram. 

Nú liggja fyrir áratugagögn um allar rekstrartruflanir í flutnings- og dreifikerfum raforku. Árlega eru teknar saman skýrslur um truflanir í raforkukerfi landsins auk þess sem einstök fyrirtæki gefa út ítarlegar skýrslur eins og Frammistöðuskýrsla Landsnets er dæmi um.

Gott yfirlit og mat

Mikilvægt er fyrir þjónustufyrirtæki að hafa gott yfirlit um gæði þjónustunnar sem þau eru að veita. Ef um sérleyfisstarfsemi er að ræða er einnig mikilvægt fyrir eftirlitsaðila að leggja mat á gæðin.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Skilgreining á kröfum til skráningar rekstrartruflana
  • Mat á einstökum truflunum í raforkukerfinu
  • Úrvinnsla úr gagnagrunni um rekstrartruflanir
  • Skilgreining á stuðlum um afhendingu og setning markmiða út frá þeim
Háspennulínur

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei