Öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og iðjuvera

Öryggi, Rafveitur, Iðjuver, Raforkuvirki, Rafveitur

Krafa um öryggisstjórnunarkerfi nær fyrst og fremst til hærri spennu en 1500 V riðspennu en á Íslandi er almennt 11 kV spenna.


EFLA hefur umfangsmikla reynslu í gerð öryggis­stjórnunarkerfa og veitir fjölbreytta þjónustu á sviðinu.

Tengiliðir

Í grein 5.2 í reglugerð um raforkuvirki nr. 678 frá 2009 segir: "Rafveitum ber að hafa skilgreint öryggisstjórnunarkerfi til að tryggja öryggi eigin raforkuvirkja og fullnægjandi stjórn á rekstri þeirra."  Síðan eru skilgreind þau atriði sem slíkt öryggisstjórnunarkerfi á að uppfylla.

Með rafveitu er átt við fyrirtæki með rafala, stærri en 300 kVA, dreifingu eða sölu á raforku. Í þessu samhengi er rafveita samheiti yfir rafveitu, iðjuver, einkarafstöð og smávirkjun.

Þessi krafa frá hinu opinbera er tilkomin til að tryggja, eins og frekast er unnt, öryggi raforkuvirkis þannig að því sé viðhaldið eins og reglugerðir mæla fyrir um. Viðhalds- og eftirlitslýsing öryggisstjórnunarkerfis er lýsing á því verklagi sem eigandi eða umráðamaður viðhefur og telur fullnægjandi. Öryggisstjórnunarkerfinu er ætlað að hjálpa til við rekstur raforkuvirkisins þannig að ætíð liggi fyrir hvenær aðgerð átti sér stað eða eftirlit framkvæmt.

Öryggisstjórnunarkerfi getur verið hluti af heildargæðakerfi eiganda raforkuvirkis en getur einnig verið sjálfstætt ef öðru gæðakerfi er ekki til að dreifa. Jafnframt gefur reglugerðin afslátt ef rafveita er lítil og er þá miðað við að virkið sé skoðað sem heild.

Skráning aðgerða til að gera rekstur markvissari

Með öryggisstjórnunarkerfi er allt viðhald og allar aðgerðir í rekstri kerfisins skráðar sem verður til þess að allt utanumhald og rekstur raforkuvirkis verður markvissari. Hlutir gleymast ekki og framkvæmd verka miðast alltaf við öryggi starfsmanna og raforkuvirkis. Eftirlitsaðili getur staðfest rekstur rafveitunnar og að eigandi eða umráðamaður hafi staðið við það loforð sem hann gaf eftirlitsaðila í tengslum við spennusetningu þess.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Greining á nauðsynlegu vinnulagi
  • Mat á þörf á umfangi öryggisstjórnunarkerfis
  • Gerð verklagsreglna, verklýsinga, eyðublaða og annað sem tilheyrir öryggisstjórnunarkerfinu
  • Samskipti við eftirlitsaðila (skoðunarstofu)
  • Samskipti við Mannvirkjastofnun

Hver eru stærðarmörk rafveitu þar sem krafist er öryggisstjórnunarkerfis?

Miðað er við að afl viðkomandi veitu sé meira en 300 kVA.

Nú er rafveitan lítil og umfang öryggisstjórnunarkerfis íþyngjandi. Hvað er til ráða?

Mögulegt er að einskorða öryggisstjórnunarkerfið við töluliði 1 og 2 í reglugerð um raforkuvirki nr. 678 frá 2009 gegn því að raforkuvirkið sé skoðað í heild á 5 ára fresti.

Hvernig fer Mannvirkjastofnun að því að staðfesta ástand raforkuvirkis?

Ef umfang rafmagnsöryggiskerfisins nær til innra eftirlits þá eru gerðar úrtaksskoðanir auk reglubundinna skoðana á skráningu viðhalds og annarra aðgerða í raforkuvirki. Ef skráning er ekki fullnægjandi eða rökstuddur grunur er um að aðgerð hafi ekki verið skráð er óskað eftir frekari skýringum. Ef ekki er gert ráð fyrir innra eftirliti í öryggisstjórnunarkerfinu þá þarf að skrá allar aðgerðir auk þess sem hægt er að vísa til skoðunarskýrslu skoðunarstofu vegna heildarskoðunar virkisins.

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei