Sundlaugar

Laug, Sund, Líkamsrækt, Íþróttamiðstöð, Íþróttahús, Íþróttir

EFLA veitir alhliða ráðgjöf samhliða því að sjá um hönnun á húsnæði, hreinsi- og dælukerfi fyrir sundlaugar og heita potta. 


Sérstök áhersla er lögð á hagkvæmar og einfaldar lausnir með tilliti til orkunýtingar, reksturs og líftímakostnaðar. 

Tengiliður

Meðal þjónustuþátta tengdum sundlaugum eru dælukerfi, hreinsikerfi, efnaíblöndun, öryggimál, húsalagnir, loftræsikerfi, raflagnakerfi, burðarvirki og lýsingarhönnun. 

Fjölbreytt og áralöng reynsla

EFLA býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu við hönnun nýrra sundlauga eða framkvæma úttekt á rekstri eldri sundlaugakerfa. 

Síðastliðin 40 ár hafa sundlaugaverkefnin verið fjölmörg , stór sem smá, og hafa sérfræðingar okkar komið að hönnun nýrra sundlauga og séð um endurbætur og viðhald eldri lauga. 

EFLA hefur meðal annars hannað sundlaugakerfi fyrir Sundlaug Akureyrar, Sundlaug Dalvíkur og Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Alhliða ráðgjöf

Víðtæk reynsla og þekking skilar traustum, hagkvæmum og áreiðanlegum lausnum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnastjórnun og þróun verkefna
  • Skipulagsmál
  • Leyfisveitingar (starfsleyfi, framkvæmdaleyfi, byggingarleyfi)
  • Aðgengi (þjónustusvæði, bílastæði, aðkoma, öryggi, stýring)
  • Veitur
  • Öryggi
  • Gönguleiðir (stígar og brýr)
  • Mannvirkjagerð

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei