Þarfagreining
Þarfir, Greining þarfa, Væntingar, Innkaup, Framkvæmdir
Þarfagreining vegna framkvæmda og innkaupa er nauðsynleg forvinna sem er unnin með verkkaupa til að draga fram á kerfisbundinn hátt upplýsingar til að móta fyrirhugaða framkvæmd, skilgreina markmið og væntingar.
Reynslumiklir ráðgjafar EFLU aðstoða við gerð slíkra þarfagreininga.
Tengiliður
Anna Kristín Hjartardóttir Arkitekt M.Sc. Sími: +354 412 6039 / +354 665 6039 Netfang: anna.kristin.hjartardottir@efla.is Reykjavík
Í þarfagreiningu er metin plássþörf notenda, tegund rýma og samsetning þeirra. Farið er yfir forsendur sem verkkaupi hefur aflað sér til dæmis um kostnað, tímasetningu framkvæmdar, staðarval, plássþörf, tæki og búnað og fleira.
Við hvers konar innkaup aðstoðum við viðskiptavini okkar við að meta sem best þarfir og væntingar sem gerðar eru til búnaðar og tækja til að nýta sem best fjármagn og aðstæður hverju sinni.
Hefur áhrif á allt verkefnið
Góð þarfagreining í upphafi verkefnis hjálpar verkkaupa að skilja markmið og væntingar með verkefninu og eykur líkur á að komast að bestu lausninni.
Á meðal þjónustusviða eru
- Lýsing á verkefninu, markmið og væntingar
- Kostnaðarrammi framkvæmdar, frumkostnaðaráætlun
- Tímarammi framkvæmdar, frumtímaáætlun
- Hagsmunaaðilagreining
- Áreiðanleiki og áhættugreining framkvæmdar
- Stærðir og gerðir rýma, búnaðar eða tækja