Vatnsveitur
Vatn, Lagnakerfi, Neysluvatn, Veitur, Drykkjarvatn, Ferskvatn, Hitaveituvatn, Vatnsból, Vatnsgæði, Vatnsveitumannvirki, Veitukerfi
Vatnsauðlind Íslendinga er ein af okkar mikilvægustu verðmætum og þarf nýting hennar að byggja á skynsemi og vönduðum vinnubrögðum.
Ráðgjafar EFLU í vatnsveitum hafa mikla reynslu af hönnun vatnsveitumannvirkja og lagnakerfa.
Tengiliðir
Reynir Sævarsson Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6179 / +354 665 6179 Netfang: reynir.saevarsson@efla.is Reykjavík
Logi Friðriksson Rafmagnstæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6157 / +354 665 6157 Netfang: logi.fridriksson@efla.is Reykjavík
Anna Heiður Eydísardóttir Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6019 / +354 665 6019 Netfang: anna.eydisardottir@efla.is Reykjavík
Nýting vatnsauðlindarinnar þarf að byggja á skynsemi og vönduðum vinnubrögðum til að tryggja áframhaldandi gæði og gnægð vatnsins. Hafa þarf þessi atriði að leiðarljósi við allar útfærslur á vatnsveitukerfum, allt frá vatnsbóli til neytenda.
Með auknum lífsgæðum aukast einnig kröfur til grunninnviða eins og vatnsveitna. Sérfræðingar EFLU í vatnsveitum veita lausnir sem eru byggðar á traustum þekkingargrunni og leggja áherslu á öryggi vatnsveitukerfa ásamt því að tryggja gæði neysluvatnsins.
Sjálfbær nýting og öryggi
EFLA leggur áherslu á öruggar vatnsveitulausnir og sjálfbæra nýtingu vatnsauðlindarinnar.
Á meðal þjónustusviða eru
- Hönnun vatnsveitumannvirkja
- Lagnahönnun og endurnýjun eldri lagnakerfa
- Uppsetning straumfræðilíkana af vatnsveitukerfum
- Veitukerfi á skipulagsstigi
- Uppsetning á veitukerfum í 3D líkani
- Hönnun og ráðgjöf varðandi stýringar og allan vélbúnað vatnsveitumannvirkja