Samgöngur

Almenningssamgöngur

Samgöngur, Hönnun strætóreina, Strætó, Skipulagning almenningssamgangna, Strætisva

Almenningssamgöngur eru mikilvægur hluti af samgöngum, þá sérstaklega á höfðuborgarsvæðinu þar sem almenn umferð einkabíla er orðin mjög mikil og á köflum meiri en gatnakerfið þolir. 


EFLA hefur til margra ára sinnt ráðgjöf á þessu sviði og býður fram heildræna og þverfaglega þekkingu til að takast á við þessi verkefni.

Áhættustjórnun og áhættugreiningar

Áhættustjórnunarkerfi, Áfallaþolsgreining, Atburðastjórnun Áfallaþolsgreiningar, Áhættugreining, Sprengigreining

Áhættur í samfélaginu breytast með tíð og tíma og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra. 


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu á breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar og veita fjölbreytta þjónustu á sviðinu.

Ástandsskoðun brúa

Brú, Brýr, Brúarmannvirki, Líftími brúarmannvirkja, Skoðun á brúm, Brúarviðhald

Eitt af nauðsynlegum viðfangsefnum vegna brúa í rekstri er að framkvæma ástandsskoðun á þeim reglulega þar sem mat er lagt á ásigkomulag brúarmannvirkisins.


Hjá EFLU starfa reyndir sérfræðingar á sviði brúarhönnunar og framkvæma þeir mat á ástandi brúarmannvirkja bæði á Íslandi og í Noregi. 

Brýr - styrkingar og viðhald

Brú, Viðhald brúa, Styrking brúa, Burðargeta brúa, Brúm, Brýr í rekstri

Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölda verkefna sem snúa að brúm í rekstri, einkum fyrir norsku vegagerðina, en hún leggur mikla áherslu á að hámarka líftíma brúarmannvirkja sinna, án þess að slakað sé á kröfum um öryggi vegfarenda.

Drónar

Flygildi, Drónaflug, Flug með dróna, Flug með drónum, Dróni

Skoðun og vöktun úr lofti með dróna er ný leið til kortlagningar og greiningar á ástandi mannvirkja og svæða. 


EFLA býður upp á þjónustu þar sem framkvæmdar eru skoðanir með drónum á nákvæman, öruggan og hagstæðan máta.

Ferðamannastaðir

Ferðamenn, Ferðastaðir, Ferðaþjónusta, Ferðaþjónustan, Uppbygging ferðamannastaða, Túristastaðir, Ferðamannastaður, Innanlandsferðir

EFLA veitir einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða ráðgjöf og aðstoð varðandi uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar á Íslandi. Eitt af meginhlutverkum EFLU er að stuðla að framförum í samfélaginu og þar með að farsælli þróun atvinnugreinarinnar.

Flugvellir

Flugvöllur, Flugsamgöngur, Flug, Flugstöðvarbyggingar

Vegna mikils vaxtar í flugumferð síðustu misseri er gott skipulag og skilvirkni flugvalla orðinn mikilvægur þáttur í rekstri þeirra. EFLA veitir alhliða ráðgjöf vegna uppbyggingar, hönnunar og starfsemi flugvalla. 

Framkvæmdaeftirlit

Eftirlit með framkvæmdum, Framkvæmdir, Stjórnun framkvæmda, Framkvæmd

Allt frá stofnun EFLU hefur fyrirtækið verið þekkt fyrir að veita ferska, hagkvæma og árangursmiðaða þjónustu og lausnir við stjórnun framkvæmda og eftirlit með þeim.

Starfsmenn EFLU búa yfir umfangsmikilli þekkingu og reynslu af framkvæmdastjórnun og eftirliti með framkvæmdum.

Fráveitur og ofanvatnskerfi

Ofanvatnslausnir, Veitukerfi, Fráveitukerfi, Fráveitumál, Innviðir, Fráveituhreinsun, Veitumannvirki, Blágrænar ofanvatnslausnir, Skólphreinsun, Flóðaútreikningar, Salernislausnir, Þurrklósett.

Fráveitur og örugg veitukerfi eru ein af grunnstoðum nútíma velferðarsamfélags og er EFLA leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja.

Göngu- og hjólabrýr

Göngubrú, Hjólabrú, Gangandi vegfarendur, Hjólandi vegfarendur, Hjólastígar

Sérfræðingar EFLU hafa sérhæft sig í hönnun brúa fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. 


Á undanförnum árum hafa verið leyst mörg og flókin verkefni á þessu sviði bæði á Íslandi og í Noregi.

Göngu- og hjólastígar

Göngustígur, Göngustígar, Hjólastígur, Hjólastígar, Hjólreiðar

Hjólreiðar eru sífellt að verða algengari ferðamáti bæði innanlands og erlendis. Um allan heim er litið til hjólreiða sem hluta af lausninni við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og útþenslu gatnakerfisins.


Starfsmenn EFLU hafa mjög góða þekkingu á kröfum og aðstæðum hjólreiðamanna og veita fjölþætta þjónustu á því sviði. Verkefnin spanna allt frá rýni á útfærslum og skipulagi til forhönnunar lausna sem og endanleg hönnun þeirra.

Hafnir og hafnarmannvirki

Höfn, Skipahöfn

Hafnir og hafnarmannvirki gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og hagkerfinu. Skip eru að stækka og umfang fraktflutninga að aukast sem leiðir til meiri eftirspurnar og eflingu innviða, stækkun hafnamannvirkja og skilvirkari reksturs hafna. 


EFLA hefur mikla reynslu í hönnun, ráðgjöf og þjónusta á öllum stærðum og gerðum af hafnarframkvæmdum, bæði á Íslandi og erlendis.

Hávaðastjórnun

Hávaði, Stjórnun hávaða, Umhverfishávaði, Hljóðvist, Hljóðtruflun

Hávaði í umhverfinu og innan bygginga er vaxandi vandamál. EFLA veitir ráðgjöf til að sporna við hávaðaútbreiðslu og við að draga úr og einangra fyrir hávaða.

Hjólreiðar

Hjól, Hjólreiðamenn, Hjólastígar, Reiðhjól, Hjólastæði, Reiðhjólafólk

Hjólreiðar eru í mikilli sókn í dag. Um allan heim er litið til hjólreiða sem hluta af þeim áherslum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og útþenslu gatnakerfisins.


EFLA hefur góða þekkingu á kröfum og aðstæðum hjólreiðamanna og veitir fjölþætta þjónustu á því sviði. Verkefnin spanna allt frá rýni á útfærslum og skipulagi upp í stærri hönnunarverkefni.

Hljóðvistarráðgjöf

Hljóðvist, Hávaði, Hávaðastjórnun, Hljóð, Innivist, Hljóðráðgjöf

Góð hljóðvist í byggingum er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu, vellíðan og einbeitingu notenda.


Starfsfólk EFLU hefur yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu í hljóðhönnun bygginga af öllum stærðum og gerðum hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur á húsnæði.

Hönnun brúa

Brýr, Brúarhönnun, Hanna brú, Brúarmannvirki, Brú, Göngubrú, Vegbrýr

EFLA hefur víðtæka reynslu af hönnun brúa og innan fyrirtækisins er starfrækt sérhæft teymi verkfræðinga sem leysir brúarverkefni á öllum verkefnisstigum. Það felur m.a. í sér frumdrög hönnunar, endurbætur, viðhald og styrkingar á brúm sem hafa verið lengi í notkun. 

Jarðgöng

Jarðgangagerð, Jarðgangnagerð, Veggöng, Undirgöng

Sérfræðingar EFLU hafa mikla og fjölbreytta reynslu af jarðgangagerð bæði vegganga og vatnsaflsganga. Þannig höfum við t.d. séð um hönnun jarðgaga, verkeftirlit, hönnun fjarskipta, raflagna, lýsingar og hönnunarstjórnun. 

Jarðstrengir

Lagnir á jarðstrengi, Lagnir jarðstrengs, Jarðstrengslagnir

EFLU býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi undirbúning, hönnun og framkvæmd jarðstrengslagna á öllum spennustigum. 


Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í undirbúningi og hönnun á jarðstrengslögnum við breytilegar og oft mjög krefjandi umhverfisaðstæður.

Jarðtækni og grundun

Jarðtæknirannsóknir, Jarðkönnun, Jarðlög, Jarðvinnuverk

Eitt af því fyrsta sem þarf að gera við undirbúning framkvæmda er að huga að jarðtæknilegum aðstæðum, en slíkar grundvallarupplýsingar eru nauðsynlegar við hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er. 


EFLA hefur mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. Til slíkrar rannsóknarvinnu hefur EFLA yfir að ráða slagbor auk annars handbúnaðar og rekur jafnframt eigin rannsóknarstofu.

Kort og kortagrunnar

Autocad, Kortagrunnur, Landslagsgreining

EFLA veitir ráðgjöf á sviði korta og kortagrunna sem unnir eru í hugbúnaði eins og ArcGis, Microstation og Autocad. Sérfræðingar EFLU búa yfir faglegri reynslu og mikilli þekkingu er varðar vinnslu korta og kortagrunna. 

Landmælingar

Hæðarmælingar, Mæla land, Landlíkön, Kortagerð

Landmælingar geta verið allt frá einföldum hæðar­mælingum upp í hátæknimælingar með notkun dróna.


Starfsmenn EFLU búa yfir mikill reynslu í landmælingum ásamt því að nota nýjasta tækjabúnaðinn til slíkra verka. 

Loftgæði og dreifing mengunar

Loftgæði, Mengun, Mengunarvarnir, Veðurmæling

Mat á loftgæðum með notkun loftgæðalíkana er matsaðferð sem nýtist vel við að meta áhrif framkvæmdar á loftgæði og til að athuga hvernig framkvæmdin samlagast öðrum uppsprettum mengunar í nágrenninu.


Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf varðandi loftgæði þannig að auðveldara er að meta áhrif mismunandi lausna við hönnun og skipulag og finna þann valkost sem hefur minnst áhrif á umhverfið.

Lýsingarhönnun

Lýsing, Lýsingarkerfi, Lýsingarhönnuður, Lýsingartækni, Innivist

EFLA sérhæfir sig í hönnun lýsingar í allar gerðir mannvirkja og hafa fjölmörg verkefni fyrirtækisins hlotið verðlaun  fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun. 


EFLA hannar lýsingar- og ljósastýrikerfi í allar gerðir mannvirkja fyrir almenna lýsingu, sérlýsingu og skrautlýsingu jafnt utandyra sem innan.

Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja

Öryggiskerfi, Tæknikerfi mannvirkja, Rafmagnskerfi, Tæknikerfi, Gagnaflutningskerfi, Rafkerfi, Rafkerfahönnun, Raforkukerfi

EFLA sérhæfir sig í hönnun rafmagns-, öryggis- og tæknikerfa fyrir byggingar og mannvirki af öllum gerðum og stærðum.

Rannsóknarstofa

Prófanir, Steinsteypa, Jarðtækni, Steypa, Rannsókn, Múr, Sýnataka, Sýni

EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu síðan 1997 og þar eru framkvæmdar rannsóknir og prófanir á múr, steinsteypu og jarðefnum, efnagreiningar á vatni ásamt sýnatöku og greiningu á myglu. 

Samfélagsábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð, Global Compact, Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, Social responsibility

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana felur í sér að þau skipuleggi starfsemi sína með markvissum hætti þannig að áhrif þeirra verði jákvæð fyrir samfélagið.


EFLA aðstoðar fyrirtæki við að setja fram sín samfélagslegu málefni og innleiðingu samfélagsábyrgðar. 

Skipulagsmál

Skipulagsáætlanir, Umhverfismat áætlana, Stefnumótun, Landnotkun, Byggðaþróun, Landslagsgreiningar, Aðalskipulag, Deiliskipulag, Rammaskipulag, Skipulagsáætlun, Starfsleyfi

EFLA aðstoðar einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana í heild eða einstaka þætti þeirra. Einnig veitir EFLA heildstæða ráðgjöf um umhverfismat áætlana.  

Steypurannsóknir

Steypurannsókn, Steypa, Múr, Rannsóknir, Múr, Forprófanir

Við undirbúning framkvæmda er mikilvægt að rannsaka og sannreyna steypu, múr eða önnur sementsbundin efni sem ætlunin er að nota í framkvæmdirnar. 


Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð og taka að sér slíkar prófanir og rannsóknir.

Styrkingar vega

Vegur, Vegakerfi, Burðarþol vega, Malbik, Götur, Gata, Umferð

Núverandi vegakerfi er víða komið til ára sinna eða hefur brotnað niður hraðar en gert var ráð fyrir. Vegna þessa er á mörgum stöðum orðið nauðsynlegt að ráðast í endurbætur og styrkingar. EFLA veitir ráðgjöf um hvernig megi viðhalda og styrkja vegi, þannig að framkvæmdin verði hagkvæm og endingin góð. 

Umferðargreiningar

Umferð, Greining umferðar, Umferðarskipulag, Umferðartækni, Gatnakerfi, Þétting byggðar, Umferðarlíkan

Höfuðborgarsvæðið er í stöðugri þróun og mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu árum hvort sem litið er til breytingar á gatnakerfi, uppbyggingar nýrra hverfa eða þéttingar byggðar. Allar þessar breytingar hafa áhrif á umferð.


EFLA vinnur að ýmsum verkefnum á sviði umferðartækni sem nýtast við vinnslu umferðarskipulags og annarra verkefna sem snúa að umferð. 

Umferðarhávaði

Hávaði frá umferð, Umferð, Ökutækjahávaði, Flugumferðarhávaði, Hávaðamörk, Flughávaði, Hávaðamengun, Ökutækjahávaði, Hljóðkort, Samgönguhávaði

Undanfarin ár hefur áhersla og umfjöllun um hljóð og hávaða aukist, sérstaklega í þéttbýli. Rannsóknir hafa sýnt að of mikil hávaðaáraun getur haft neikvæð áhrif á heilsu og velferð manna. 


EFLA veitir þjónustu í útreikningum á umferðarhávaða bæði frá umferð ökutækja og flugumferð. Þær niðurstöður veita mikilvægar forsendur fyrir hönnun bygginga, sérstaklega á þéttingarsvæðum þar sem umferðarhávaði getur verið mikill.

Umferðarskipulag

Umferð, Farartæki, Umferðaröryggi, Samgöngumáti, Samgöngur, Gatnamót, Umferðartækni, Traffík

Umferð fólks og farartækja er hluti af okkar daglega lífi og mikilvægt að þessum þætti sé sinnt af kostgæfni. Verkefni á sviði umferðarskipulagsmála verða sífellt stærri, umfangsmeiri og flóknari eftir því sem fólki fjölgar og byggð vex. 


Auk þess hafa kröfur um umferðaröryggi, aukna afkastagetu og jafnræði milli allra samgöngumáta aukist. Heildræn og þverfagleg þekking í verkefnum á sviði skipulagsmála verður sífellt mikilvægari.


EFLA hefur til margra ára sinnt ráðgjöf varðandi umferðar­skipulag og hefur innan sinna raða sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sviði umferðarmála og skipulags. 

Umferðaröryggi

Umferð, Samgöngur, Vegfarendur, Öryggi

Mikilvægt er að tryggja öryggi vegfarenda í umferðinni hvort sem ferðast er á bíl, á hjóli eða fótgangandi.


EFLA býður upp á ýmsa þjónustu á sviði umferðaröryggis. Starfsmenn EFLU hafa sérþekkingu og reynslu á þessu sviði og leitast stöðugt við að viðhalda henni og öðlast nýja þekkingu.

Umhverfishávaði

Hávaði, Hávaðadreifing, Hljóðstig, Hljóðmön

Hávaði í umhverfinu hefur aukist síðastliðin ár og áratugi og mikilvægt er að kortleggja vel hávaðadreifingu og koma fyrir mótvægisaðgerðum til að lækka hljóðstig í umhverfinu.


EFLA hefur í rúma tvo áratugi kannað hávaða í umhverfinu frá fjölmörgum mismunandi hávaða­uppsprettum og hefur m.a. kortlagt bróðurpart umferðarmestu vega og flugvalla á Íslandi.

Veg- og gatnalýsing

Lýsing vega, Lýsing gatna, Götulýsing, Veglýsing, Gatnalýsing, Landslagslýsing, Norðurljósamælingar, Gatnalýsingarkerfi

Lýsingarhönnun gegnir mikilvægu hlutverki í gatnahönnun og skipulagsmálum sveitarfélaga. Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölmörg krefjandi og áhugaverð verkefni við gatna­lýsingu, bæði innanlands og erlendis. 


Markmið EFLU er að afhenda góða og hagkvæma lýsingar­hönnun sem fellur sem best inn í landslagið, sé umhverfisvæn og lágmarki ljósmengun.

Vegir og götur

Vegur, Gata, Götur, Samgöngur, Samgöngumannvirki, Gatnaskipulag, Skipulag gatna, Vegahönnun, Gatnahönnun, Hönnun vega, hönnun gatna

Öll leggjum við traust á góðar samgöngur í okkar daglega lífi og væntum þess að þær séu skilvirkar. 


Sérfræðingar EFLU í skipulagningu og hönnun samgöngumannvirkja veita ráðgjöf með það að markmiði að bæta gæði þeirra og tryggja öruggar, skilvirkar og vistvænar samgöngur.

Verkefnastjórnun

Verkefni, Stjórnun verkefna, MPM, Verkefnastjóri, Verkefnastjórar, Innivist

Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. Gerðar eru kostnaðar- og tímaáætlanir í þeim smáatriðum sem skipta máli til að skila verkefnum áfram á markvissan hátt.


Verkefnastjórar EFLU eru þjálfaðir í að skynja og greina hættur sem stafa kunna að verkefninu og að bregðast við án tafar af reynslu, þekkingu og innsæi.

Viðhald gatna og stíga

Vegir, Stígur, Stígar, Götur, Gatnakerfi, Slitlög, Vegagerðin, Malbiksframkvæmdir, Malbik

Mikilvægt er að viðhalda gatnakerfinu vel svo ekki myndist hættur fyrir ökumenn með skemmdum og holum á slitlögum gatna. 


EFLA hefur góða þekkingu og mikla reynslu á sviði viðhalds gatna og hefur unnið bæði fyrir Vegagerðina og sveitarfélög á því sviði í mörg ár.

Þrívíddarskönnun

Þrívíð módel, 3D, Skanni, Loftmyndir, Hæðarmódel, Hæðarlínur, Kortagerð, Kortlagning, Landmódel, Líkön úr þrívídd

Með þrívíddarskönnun er hægt að búa til þrívíð módel af byggingum og mannvirkjum. Slík módel má nýta til uppmælinga, skrásetningar og hönnunar.


EFLA hefur yfir að ráða einum öflugasta þrívíddarskanna landins sem er af gerðinni Trimble TX8 og hefur víðtæka reynslu af skönnun verkefna í þrívídd.


Var efnið hjálplegt? Nei