Rafbílastæði og rafbílahleðsla

Rafbílar, Rafhleðslustæði, Rafmagnsbílar, Hleðslustöðvar, Rafbílahleðsla

EFLA veitir alhliða ráðgjöf við val á hleðslustöðvum fyrir rafbíla og hönnun og skipulag rafbílastæða. 

Tengiliðir

Rafbílahleðsla og rafbílastæði eru málefni sem EFLA tekur tillit til við hönnun allra nýrra bygginga og við skipulagsvinnu enda gerir byggingarreglugerð kröfu um hleðslustæði fyrir fjölbýlishús og aðra starfsemi. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi útfærslur á hleðslustöðvum og rafbílastæðum við núverandi byggingar enda er orðin mikil krafa um slíkar lausnir. Þekking EFLU í málaflokknum byggist á reynslu og samskiptum við viðskiptavini og birgja. 

Að mörgu er að huga þegar lagt er á ráðin um gerð rafhleðslustæða og svara þarf fjölmörgum spurningum eins og t.d.:

 • Er rafmagnsheimtaugin nægilega öflug?
 • Er rafmagnstaflan nógu aflmikil?
 • Hvað kostar að leggja rafmagn að rafbíl?
 • Er hægt að stýra rafmagnsnotkuninni?
 • Er skynsamlegt að mynda lagnaleiðir til framtíðar?
 • Er búið að gera ráð fyrir að rafhleðsla nýtist fyrir bíla íbúa, gesta og starfsmanna?
 • Hversu mörg rafbílastæði skal byggja núna og/eða gera ráð fyrir til framtíðar?
 • Aðgengi að stæðum og staðsetning hleðslustöðvar

Vanda þarf val á hleðslustöðvum og staðsetningu rafbílastæða

Mikilvægt er að nota það rafmagn sem er til ráðstöfunar í húsinu og að hleðsla bílsins sé næg fyrir ferðina. Staðsetning rafbílastæðanna þarf að vera í sátt við aðra notendur bílastæðanna og mikilvægt er að skilgreina hvaða notendur koma til með að nýta þau.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Ráðgjöf varðandi staðsetningu og fjölda rafbílastæða
 • Hönnun rafbílahleðslustöðva
 • Rafkerfahönnun og stýrikerfi
 • Umferðarskipulag og hönnun bílastæða
 • Kostnaðaráætlun 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei